Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 15.12.1980, Qupperneq 8

Dagblaðið - 15.12.1980, Qupperneq 8
8 DAGBLAÐIÐ. MÁNIJDAGUR 15. DESEMBER 1980 ALLSHERJAR ATKVÆÐAGREIÐSLA Ákveðið hefur verið að efna til allsherjar atkvæðagreiðslu um kjör til eftirfarandi trúnaðarstarfa hjá Verkakvennafél- agi Keflavíkur og Njarðvíkur: Stjórn, trúnaðarmannaráð, stjórn sjúkrasjóðs ásamt vara- mönnum. Listum með meðmælum 80 fullgildra félags- manna skal skilað á skrifstofu félagsins, Hafnargötu 80 Keflavík, eigi síðar en fyrir kl. 19 mánudaginn 15. des. nk. Kjörstjóm. ORIS SvissneskgoeÖi á góðu veiði öryggi og styrkur ORIS úranna fer langt fram úr verðinu. Það sannar áratuga reynsla okkar fagmanna. Veldu þér ORIS úr, verðið gerir þig enn ánægðari. örugg þjónusta fagmanna. Póstsendum um land allt. FRANCH MICHELSEN Ú RSM ÍÐAM EISTARI LAUGAVEGI 39 SÍM113462 FRANSKIR KVENSKÚR Nr 1 Litur: Grátt Stærðir 36— Kr. 18.700 Nýkr. 187,00 Nr 3 Litur: vínrautt Stærðir 36—41 Kr. 16.500 Nýkr. 165,00 Nr 2 Litur: Vínrautt Stærðir 36—41 Kr. 18.700 Nýkr. 187,00 Nr 4 Litir: Vínrautt og svart Stærðir 36—41 Kr. 16.500 Nýkr. 165,00 SKÚBÚÐIN SUÐURVERI Stigahlíð 45-47. Sími 83225 Borgarspitalinn: Um áramótin verður opnuð þar ný heilsugæ/lustöð sem á að þjóna Fossvogshverfi. Heimilislæknar telja að betaur haFi verið staðið að stofnun heilsugæziustöðvarinnar I Breiðholtshverfi en þeirrar sem á að koma i Borgarspitalann. Nýja stöðin á að vera í álmunni til vinstri. Heimilislæknar öánægðir með hvernig staðið er að stof nun nýrrar heilsugæzlustöðvar í Borgarspftalanum: „Sjúklingar eiga að hafa frjálst val á læknum” —„einhverjir Fossvogsbúar gætu komizt að þvísér til undrunar á næsta ári að þeir hefðu misst heimilislækninn sinn gegn vitund sinni og vilja” Heimilislæknar eru ekki sáttir við hvernig staðið er að stofnun heilsugæzlustöðvar sem opnuð verðir í Borgarspítalanum um áramótin. Telja þeir að yfirvöld setji sjúklingum á starfssvæði stöðvarinnar fáa kosti og heimilislæknum raunar líka. Félag ísl. heimilislækna og heimilislæknafélagið í Reykjavík héldu sameiginlegan fund um málið á laugardaginn. Þar var einnig mættur- Skúli Johnsen borgar- læknir. Undanfarna daga hefur málið verið rætt frekar í borgarkerfinu og telja heimilislæknar að sín sjónarmið hafi fengið nokkurn hljómgrunn. Starfssvæði nýju heilsugæzlustöðvarinnar afmarkast að vestan við Kringlumýrarbraut, að norðan við Miklubraut, að austan við Grensásveg, Hæðargarð, Bústaðavég og Ósland og að sunnan við landa- merki Kópavogs og Reykjavíkur. í auglýsingu sem birt var í blöðum á dögunum um stöðina segir: ,,,Heilsugæzlustöðin mun veita íbúum þessa svæðis heilsugæzluþjónustu, þ.á.m. heimilis- lækningar og heilsuvernd. Þeir íbúar þessa svæðis, sem kjósa að halda fyrri heimilislækni, snúi sér til Sjúkra- samlags Reykjavíkur fyrir 1. janúar nk. Eiga þeir þá aðeins í undantekningar- tilfellum rétt á almennri læknis- þjónustu, vakt- og vitjanaþjónustu heilsugæzlustöðvarinnar. ’ ’ Aðeins um tvo kosti að velja Hvað hafa svo heimilislæknar við þetta að athuga? Að sögn Eyjólfs Har- aldsson, formanns Félags ísl. heimilis- lækna, gerðu fundarmenn á laugar- daginn margar athugasemdir við aug- lýsinguna: „Eitt af grundvallaratriðum góðra heimilislækninga er að samband Iæknis og sjúklings sé sem bezt. Allt sem rýfur það samband er af hinu illa. Fólki á svæði nýju heilsugæzlustöðvarinnar er ekki frjálst að velja nema um tvo kosti: Að halda fyrri heimilislækni, og þurfa að tilkynna það sérstaklega eða ganga sjálfkrafa inn í nýju stöðina. Þeim, sem velja fyrri kostinn er meinað að njóta þjónustu stöðvarinnar nema í „undan- tekningartilfellum” samkvæmt aug- lýsingunni. Við efumst um að það standist ákvæði heilbrigðislaga. Þar segir að sjúklingur megi leita til heilsu- gæzlustöðvar eða læknamóttöku sem þægilegasterað ná til hverju sinni. Það er auðvitað undir hælinn lagt hvort fólk yfirleitt tekur eftir aug- lýsingunni frá borgaryfirvöldum. Miklar líkur eru á að einhverjir komist að því sér til undrunar á næsta ári að -þeir hafa misst heimilislækni sinn án þessað vita um það! Sömuleiðis teljum við að aug- lýsingin sneiði mjög að heimilislæknum sem vinna eftir númerasamningum á þann veg, að læknar munu missa sjúklinga sem þeir nú hafa i samlagi og sem búa í Fossvoginum — fólk sem jafnvel vill alls ekki hætta að vera á skrá hjá viðkomandi lækni. Ennfremur er spurning hvort borgin sé ekki farin með þessu að skipta sér af samningum, sem Læknafélagið hefur gert við sjúkrasamlagið.” Eyjólfur benti ennfremur á að fólk sem þarf að tilkynna ákvörðun sína, beint eða óbeint, fyrir áramótin, á þess ekki kost að sjá og kynnast þeim tveim- ur nýju læknum sem ráðnir eru til starfa á nýju heilsugæzlustöðinni. Ánægðir með Breið- holtsfyrirkomulagið Hvaða form vilja heimilislæknar þá hafa á stofnun heilsugæzlustöðva? Jú, þeir benda á að svona hafi verið staðið að stofnun stöðvar í Árbæ á sínum tíma. Það hafi valdið óánægju fólks i hverfinu. Hins vegar hafi við stofnun stöðvar í Breiðholti verið farin önnur og betri leið sem bæði læknar og sjúklingar mega vel við una. Þar fékk fólk góðan tíma til að hugsa sig um og ákveða hvort það vildi halda sínum „gamla” heimilislækni eða láta skrá sig beint hjá læknum stöðvarinnar. í fyrstu var aðstreymi sjúklinga dræmt en jókst síðar og nú er svo komið að 'myndazt hefur biðlisti fólks, sem vill komast að hjá læknum Breiðholts- stöðvarinnar. „Sjúklingar eiga að hafa frjálst val á læknum, en ekki rigskorðað eins og gerðist í Árbæ og aftur núna með nýju stöðina á Borgarspítalanum. Við leggum mikið upp úr persónulegu sambandi sjúklings við lækni. Fólk sem velur heilsugæzlustöð á að geta skráð sig beint hjá lækni en ekki óper- sónulega á stöðinni sjálfri. Við væntum þess, að okkar sjónarmið verði tekin til greina þegar flpiri stöðvar verða stofnaðar í framtíðinni,” sagði Eyjólfur Haraldsson. -ARH. STilkynning til íbúa starfssvæðis heilsugæslustoðvar - i Borgarspitalanum he‘1SU' íslustöövar Fossvogssvæöis. vi6 Kringlumýrarbraut, aö arfssvæbið afmarkast jö Qrensásveg, Hæftargarö SiS ""K6P*,0ES 5ÍU, þ.ú.m. heimihs.lækn‘^kVósaaöhaldafyrriheimilislækni, snui eir ibúar þessa svæöis, s ?? fvrir 1 ianúar n.k. Eiga þeir þá cr til Sjúkrasamlags Reykjavtkur fy ‘a mennri læknisþjónustu, öeins i undarneknmgart.UeUum jSá-ssŒr-sw-* Mr*“ “”*"

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.