Dagblaðið - 15.12.1980, Blaðsíða 24

Dagblaðið - 15.12.1980, Blaðsíða 24
'24 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 15. DESEMBER 1980 Haldiö upp á nýtt blað Á fimmtudag leit dagsins Ijós nýtt tímarit, NÚNA, sem vafalaust á eftir aö vekja at- hygli sökum sérstæðs útlits. Eigendur blaðsins eru heldur ekki alveg óvanir blaðaútgáfu, þœr Hildur Einarsdóttir fyrr- um ritstjóri tízkublaðsins Lífs og Birna Sigurðardóttir sem starfað hefur sem auglýsinga- stjóri hjá Frjálsu framtaki um nokkurra ára skeið. 777 að vekja athygli fólks á blaðinu og til að fagna þessum áfanga buðu þær Hildur og Birna rúmlega tvö hundruð manns í kokkteilveizlu í Óðali. Þar voru samankomnir ungir og gamlir, ættmenn þeirra út- gáfukvenna, blaðamenn, aug- lýsendur, hjálparmenn við út- gáfu blaðsins og margirfleiri. Vilmundur Gylfason las upp úr Ijóðabók sinni í tilefni dagsins og Bessi Bjarnason og Sigríður Þorvaldsdóttir leikar- ar fluttu gamanþátt um hið fræga Gervasonimál við mik- inn fögnuð gesta. Einar Ólason Ijósmyndari DB festi á fllmu nokkra af gestum kvöldsins og útgáfukonurnar að sjálfsögðu. - ELA 1filmundur Gyffason ftytur fntm- samin tfóð ibúðarmikill á svip. Bessi Bjarnason og Sigríður ÞorvaUsdóttir ftuttu gamanþátt, þar sem þau gerðu örtítið grín að Gervasonimálinu. Jónatan Garðarsson ték kúrekatónlist og Ug með nýlátnum bitii, John Lennon, fyrirgesti. Fjölmiðlamenn samankomnir. Frá vinstri Baldur Júnsson, starfar hjá Ísienzk-Ameríska fólaginu, Sveinn Guðjónsson blaðamaður á Vísi, Hall- dór Valdimarsson blaðafulltrúi Menningarstofnunar Bandaríkjanna, Einar örn Stefánsson blaðamaður á Þjóðviljanum teiginmaður Ástu Ragn- heiðar Jóhannesdóttur) og Friðrik Indriðason blaðamaður á Tímanum. Og Birna Sigurðardóttir ttH vinstri) augfýsingastjóri i fólagsskap með vin- konum sem við þvi miður vttum ekki nðfhin á. Hildur Einarsdóttir ritstjóri i góðum fótagsskap með Sigmari B. Haukssyni og Ólafi Sigurðssyni fréttamanni hjá útvarpinu. í baksýn má sjá aðstoðarmann Sigmars, Ástu Ragnheiði Jóhannesdóttur. /1 flei ra„ FOLK Jólasveinn- inn var bara maður í Blómavali hefur undanfarið verið jólasveinn sem skemmt hefur gestum og gangandi og sungið jólasöngva með yngri kynslóðinni. Um síðustu helgi þegar hann var að syngja með krökk- unum bað hann þau um að stinga upp á einhverju jólalagi. Lítill snáði í hópn- um stakk þá upp á einu lagi en jóla- sveinninn sagðist ekki kunna þetta lag. Gerði stráksi sér þá lítið fyrir og söng lagið einn fyrir jólasveininn við mikla kátínu viðstaddra, en ekki fer sögum af viðbrögðum jólasveinsins. Þegar stráksi hneykslaðist á því að jóla- sveinninn hefði ekki kunnað jólalagið þá bætti hann við — „þetta var allt í lagi, þetta var bara einhver maður!” Stundum gott að vera svartur „Vá, maður, ég hef aldrei fengið aðra eins meðferð í nokkrum leik eins og í kvöld,” sagði svertinginn Danny Shouse sem leikur með úrvalsdeildar- liði þeirra Njarðvikinga eftir að lið hans hafði lagt KR að velli fyrir skömmu. „Svei mér, ég er allur blár og marinn eftir þá en blettirnir sjást bara ekki því ég er svo svartur,” bætti hann svo við. Segiði svo að það hafi enga kosti að vera dökkur á hörund! Klipptu af tvískoðuðum bíl Undanfarið hafa löggæzlumenn og bifreiðaeftirlit gert harða hríð að þeim bilum sem ekki hafa komið í lög- bundna skoðun eða ekki hlotið náð eftirlitsmanna vegna einhverra hluta. En kapp er bezt með forsjá. Fyrir nokkru voru lögregla og bifreiðaeftirlit á eftirlitsferð og fundu bíl sem eftir þeirra bókum uppfyllti ekki skoðunar- skyldu. Gerðu þeir sér lítið fyrir og klipptu af númerin, þar sem bíllinn stóð fyrir utan verzlun eina, eigandinn var inni að verzla og börn hans biðu í bílnum á meðan. En eitthvað hafði málið skolazt til því billinn var búinn að fara tvisvar í gegnum skoðun á árinu vegna eigendaskipta, var með hvítan miða og fullgilt skoðunarvott- orð. Eigandinn fékk númerin sín aftur. Ógleyman- legurdagur — Fótbolti, fótbolti, fótbolti! sagði frúin reið. Allt líf þitt snýst um þenn- an djöfuls fótbolta. Þú æfir í hádeginu með félögunum, glápir á ensku knatt- spyrnuna á hverjum degi eftir að þú keyptir myndsegulbandstækið og eyðir öllu sparifénu okkar í getrauna- seðla. Ég þori að veðja að þú manst ekki einu sinni hvaða dag sonur okkar fæddist. — Jú, víst man ég það, svaraði hann mæðulega. Það var daginn sem viðtöpuðum 14-2fyrirDönum.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.