Dagblaðið - 15.12.1980, Blaðsíða 36

Dagblaðið - 15.12.1980, Blaðsíða 36
36 Vélamaður óskast Óskum að ráða vanan vélamann til vinnu á ýms- um vélum, m.a. á stórum hjólaskóflum. Nánari upplýsingar gefnar í síma 21000. Vegagerð ríkisins, Borgartúni 7 Reykjavík. SANDGERÐI Umboðsmann Sandgerði. Uppl. í síma 22078. vantar strax í 92-7696 eða 91- OABtt AUGLÝSING um undanþágu frá ákvæðum 5. gr. laga nr. 85/1968 um eitur- efni og hættuleg efni varðandi innf lutning og sölu á metanóli Með stoð í 21. gr. laga nr. 85/1968 um eiturefni og hættu- leg efni er olíuinnflytjendum veitt heimild til þess að flytja inn metanól í heilum tunnum til endursölu þeim aðilum sem rétt eiga til slíkra kaupa, sbr. 5. gr. I. mgr. I. og 2. tl. áðurnefndra laga. Með reglugerð útgefinni í dag hefur ráðuneytið heimilað olíuinnflytjendum að rjúfa tunnur, sem í er metanól, og búa til vatnsblöndur metanóls sem ætlaðar eru til eldsneyt- is í flugförum. Heimildin er bundin því skilyrði að vatns- blöndur metanóls séu tryggilega geymdar og afgreiddar beint í sérstaka geyma í flugförum og jafnframt að seljandi færi inn í sérstakar sölubækur upplýsingar um selt magn metanóls. Framangreint auglýsist hér með skv. 2I. gr. laga nr. 85/1968. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið 11. desember 1980. Steingrímur Baldvinsson HEIÐMYRKUB Heiðmyrkur eftir Steingrím Baldvinsson Almenna bókafélagið hefur sent frá sér Ijóðabókina Heiðmyrkur eftir Stein- grim heitinn Baldvinsson í Nesi. Bókin er kynnt þannig á bókarkápu: Steingrímur Baldvinsson í Nesi i Aðaldal, d. 1968, var þjóðkunnur maður, ekki sízt fyrir sínar snjöllu lausavisur. Hann lél eftir sig allmikið af skáldskap. sem Kristján Karlsson hefur valið úr I þessa bók. Steingrímur í Nesi var merkilegt skáld, og móður- málið lék honum á tungu. Hér er að finna afburðakvæði svo sem Heið niyrkur sem hann orti er hann beið dauða síns I gjá i Aðaldalshrauni i l'imm dægur og var þá bjargað fyrir til- viljun. Steingrímur bjó á bökkum Laxár og var mikill laxveiðimaður. Skyldi ein- hver hafa lýst betur því andartaki þegar laxinn bítur á en hann gerir i þess- ari visu: Þegar stríkkar stangartaumur stöngin svignar, hjólið malar. þýtur um æðar þungur straumur, þanin taug við laxinn hjalar. Mikill vinur Steingrims i Nesi. Karl Kristjánsson alþingismaður. flutti minningarræðu við kistu hans, og er meginhluti hennar prentaður hér sem inngangur fyrir bókinni. Heiðmyrkur er 117 bls. og prentuð og bundin í Prentsmiðju Hafnarfjarðar. OKK4R STYRKUR YKK4R ÖRYGGI iichard Scarry Öll eru þau önnum kafin . Erilborg J öll eru þau önnum kaf in í Erilborg Árleg jólatréssala er ein helsta fjár- öflunarleið björgunarsveitar Slysa- varnarfélags íslands, Stefnirs Kópavogi. Með því að skipta við okkur eykurðu öryggi þitt og fjölskyldu þinnar. Bókaútgáfan Örn og Örlygurhefur gefið út bókina Öll eru þau önnum kafin í Erilborg eftir Richard Scarry. Aðdá- endur þessa vinsæla barnaþókahöfundar hafa lengi beðið eftir þessari bók Scarrys sem er ein hans stærsta og vinsælasta bók. Þýðendur bókarinnar eru þeir Jóhann Pétur Sveinsson og Ólafur Garðarsson. Kauptu jólatréð tímanlega - Kauptu það hjá okkur. Hamraborg 6-8 - Kaupgarður við Engjahjalla. Björgunarsreifin Stefnir KópaKogi l hinni nýju bók hittum við fyrir ýms- ar hinna þekktu og vinsælu sögupersóna úr fyrri bókum Scarrys, svo sem Lása löggu, Ormar einfætta og Skafta skútukarl, en jafnframt hafa nú komið fjölmargir aðrir til sögunnar. Bókin fjallar um lífið i hinni erilsömu Erilborg, þar sem allir verða að vinna hörðum höndum til þess að sjá fjölskyldunni fyrir nægum mat, fötum og þaki yfir höfuðið. Það gerast allskyns skoplegir og stundum alvarlegir atburðir DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 15. DESEMBER 1980 i Erilborg og þegar lestri er lokið hafa börnip notið góðrar skemmtunar og jafnframt fræðzt talsvert um dagleg störf alls þess fjölda sem þarna kemur við sögu. Bókin er unnin á prentstofu G. Bene- diktssonaren prentuðá Ítalíu. Petcr Benchley EYdflN EYJAN « eltír höfwwJ og Ókindin (Jaws) og Ojópíð (The Oeep), en kvikmyndir halí wiá geröar eílir bádum peím sögum ogeru pser vclkunnar. Eyjan eftir Peter Benchley Bókaútgáfan Örn og Örlygur hf. hefur sent frá sér bókina Eyjan eftir banda- ríska rithöfundinn Peter Benchley í þýðingu Jóhönnu Kristjónsdóttur og llluga Jökulssonar. Peter Benchley er sennilega þekktasti spennusagna- höfundur heims um þessar niundir. ekki sizt vegna þess að frægar kvik- myndir hafa verið gerðar eftir sögum hans. Ber þar fyrst að nefna „Jaws” (Ókindin) og „The Deep” (Djúpið) en báðar þær myndir hafa verið sýndar hérlendis. Nú hefur einnig verið gerð kvikmynd eftir Eyjunni, og hún sýnd viðgífurlega aðsókn víða um lönd. Bókin Eyjan fjallar um bandariskan blaðamann. Blair Maynard, sem tekur sér það fyrir hendur að kanna orsakir þess að fjölmargir bátar hverfa spor- laust I Karabíska hafinu. Er niagn- þrungin spenna i bókinni frá upphafi til enda, og höfundurinn hefur lag á því að koma lesandanum sifellt á óvart. Eyjan er sett. umbrotin. filmuunnin og prcntuð i Prentsmiðjunni Hólum hf„ en bundin i Arnarfelli hf. 1980 eftir Guðjón Friðriksson og Gunnar Elísson Bókaútgáfan Örn og Örlygur hf. hefur sent frá sér bókina Forsetakjör 1980, eftir Guðjón Friðriksson og Gunnar Elísson. Eins og bókartitillinn ber með sér fjallar þessi bók um hið sögulega forsetakjör sem fram fór á íslandi 29. júní 1980, en þá var Vigdís Finnboga- dóttir kjörin forseti íslands. og varð þar með fyrsta konan sem kjörin er til þjóðhöfðingjaembættis í lýðræðislegri kosningu i heiminum. í bók sinni rekja þeir Guðjón og Gunnar sögu forsetaembættisins á Islandi, en taka síðan fyrir forseta- kjörið sl. sumar. Er þar fyrst fjallað um kosningabaráttuna, síðan kosning- arnar sjálfar, úrslit þeirra og viðbrögð bæði hér heima og erlendis. Þá er i bókinni æviágrip forseta Islands, Vig- dísar Finnbogadóttur, fjaílað um embættistökuna og fyrsta embættisverk hennar sem forseti, Hrafnseyrarhátíð- ina er minnzt var hundruðustu ártiðar Jóns Sigurðssonar í ágústbyrjun. Fjölmargar ljósmyndir eru I bókinni, margar þeirra i lit. Bókin Forsetakjör 1980 mun einnig koma út á ensku. Nefnist sú bók Mrs. President. Þýðingu önnuðust Sonja Diego, Paul Richardson og Bogi Ágústsson. Forsetakjör 1980 er sett, umbrotin og prentuð I Odda hf. en bundin i Sveinabókbandinu hf. Hönnun og útlit bókarinnar önnuðust Guðjón Svein- björnsson og Ólafur Ingi Jónsson. Teikningar á fremstu og öftustu opnu bókarinnar eru eftir Hring Jóhannes- son listmálara. Myndskreytt oröabók handa börnum Orðabelgur Myndskreytt orðabók handa bömum Bókaútgáfan Örn og Örlygur hf. hefur gefið út mjög sérstæða orðabók fyrir börn. Nefnist hún Orðabelgur, og ber undirtitilinn Myndskreytt orðabók handa börnum. Stefán G. Jökulsson islenzkaði textann, sem er eftir Heather Amery. Teikningar i bókinni eru eftir Stephan Cartwright en ráðgefandi við efnisvalið var Betty Root við lestrar- kennsludeild Readingháskóla. Betty Root segir um bókina á bókar- kápu: „Vonandi þykir sem flestum börnum þessi nýstárlega orðabók skemmtileg. Börnum þykir fátt jafngaman og að skoða eða lesa bók með fullorðnu fólki og víst er að myndirnar gefa þeim ærið tilefni til samtt Is við for- eldra og kennara.Tilvaliið er að börnin nefni fyrst hverja persónu, dýr eða hlut sínu nafni og með hjálp mun þeim brátt takast að tengja orðin myndunum. Bókin örvar einnig ímyndunarafl þeirra barna.sem lengra eru komin i lestrarnáminu og auðveldar þeirn að semja stuttar sögur eða frásagnir. Allar myndir I bókinni eru lit prentaðar. Á hverri opnu leynist önd. sem stundum getur verið erfitt að finna og börnin hafa gaman af að leita að. Setning og filmuvinna fór fram á Prentstofu G. Benediktssonar en bókin er prentuðá Englandi. Marijke Reesink Prinsessan sem hljóp að heiman Prinsessan sem hljóp að heiman eftir Marijke Reesink og Francoise Frésy Almenna bókafélagið hefur sent frá sér barnabók með myndum eftir tvo hol- lenzka höfunda, Marijke Reesink og Francoise Frésy. Heiti hennar er Prins- essan sem hljóp að heiman og er ævin- týri um prinsessu sem ekki gat fellt sig við þann fagra klæðnað sem systur hennar voru látnar klæðast. Ekki heldur við þau útsaumsstörf sem ein voru talin hæfa prinsessum og hún þoldi lika illa skipanir og hegningar síns stranga föður konungsins. Þess vegna hljóp hún að heiman. Bókin er sett í Prentsmiðjunni Odda og prentuð i Hollandi.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.