Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 15.12.1980, Qupperneq 28

Dagblaðið - 15.12.1980, Qupperneq 28
28 Í DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 15. DESEMBER 1980 Menning Menning Menning Menning D Hvað skyldu margir íslendingar lesa bandaríska ljóðlist að staðaldri? Ef marka má hinn mikla fjölda fólks í bókmenntanámi, not á hinum tvö hundruð Ijóðabókum Menningar- stofnunar Bandaríkjanna og kaup á bókum með Öandarískri ljóðlist í bókaverzlunum bæjarins hljóta Samtalvið bandaríska gagnrýnandaim Helen Vendler Ljóð erljóðerlióð Helen Vendler — „Handskrifa Ijóð til að skilja þau betur. (DB-mynd Þorri). þessir ljóðaunnendur að hlaupa á nokkrum tugum og kannski ná þeir hundraðinu. A.m.k. virðist stór hópur manna sækja bókmennta- kynningar þær sem Menningar- stofnunin hefur staöið fyrir öðru hvoru. Á þessu ári hafa enskudeild Há- skólans og Menningarstofnun Bandaríkjanna skipulagt nokkra fundi og fyrirlestra um bandarískan skáldskap og þjóðlíf og hafa þekktir bandarískir háskólakennarar verið til staðar og rætt hugðarefni sín við íslendinga. Einna þekktastur þessara kennara er án efa Helen Vendler, höfundur ótal blaðagreina og nokkurra bóka u'm bandariska ljóðlist, handhafi margra styrkja og viðurkenninga, prófessor í bók- menntum vítt og breitt um Banda- ríkin og er núverandi ljóðagagn- rýnandi The New Yorker. Brezki gagnrýnandinn John Bayley sem hingað kom fyrir skömmu ásamt konu sinni, Iris Murdoch, segir um Helen Vendler í nýlegum ritdómi: ,,Hún er án efa spakvitrust og manneskjulegust allra núlifandi ljóðagagnrýnenda, óháð kenningum og kerfum. . . ” Hingað kom hún í síðustu viku til að spjalla við enskudeildina um skáldkonuna Sylvíu Plath og almenning um nokkur helztu Ijóð- skáld Bandarikjanna í dag. DB hitti Hclen Vendler að máli við komu hennar. Hún er kona hnellin, mælsk og einstaklega alúðleg, eins og reynd- ar flestir þeir sem einhverju hafa áorkað í lífinu. DB spurði hana hver væru helzlu áhugamál hennar í Ijóðlist. „Ég hef fyrst og fremst áhuga á Ijóðrænum, persónulegum skáld- skap, stemmningum fremur en frá- sögnum. Mér leiðist öll frásögn i Ijóðagerð. Mest hef ég skrifað um írska skáldið Yeats og landa minn, Wallace Stevens, en svo hef ég farið lengra aftur í tímann og skrifað um George Herbert og Keats. Þetta eru allt ólík skáld, en hafa öll til að bera ljóðræna hæfileika á háu stigi. En eins og þú sérð á upplýsingunum frá Menningarstofnuninni hér þá hef ég skrifað ritdóma um fjölda skálda sem þýðir ekki endilega að ég hafi á þeim miklar mætur. Maður er beðinn um ritdóma og fyrir þá er greitt, en auk þess gera þeir gagnrýnandanum kleift að gera upp hug sinn varðandi ýmsa þætti Ijóðlistar. ” Hvað ætlar hún að gera að umræðuefni hér? ,,Ég ætla fyrst og fremst að tala um nokkur Ijóðskáld sem mér er annt um og sem mér finnst að útlendingar ættu að kynna sér, skáld eins og Robert Lowell, Elizabeth Bishop, Allen Ginsberg, James Merrill og Archie Ammons. Þetta eru allt skáld sem reynt hafa að skilgreina mannlíf og hugarheim Ameríkumanna, en samt eru þau flest utangarðsfólk, stjórnmálalega séð, kynferðislega, andlega.” En um yngstu skáldin? „Ætli ég geri meir en að nefna nokkur ung skáld, þ.e. milli þritugs og fertugs, sem ég hef sérstakar mætur á, fólk eins og Louise Gliick, John Peck, Dave Smith o. fl. Þér finnst þau kannski engin unglömb en gallinn er sá að það tekur svo óhemjulega langan tíma fyrir Ijóðskáld að skapa sér nafn í Banda- ríkjunum, a.m.k. tvær-þrjár bækur og margar ljóðabirtingar í tíma- ritum.” Hvað með Ijóðsöngvara, fólk eins og Cohen, Dylan, Paul Simon og fólk af því sauðarhúsi? „Þeir tilheyra ballöðunni og frá- sagnarkveðskapnum og eins og ég hef sagt, finnst mér sjálfri ekki eins mikið til þeirra koma og margra annarra, þó ég vilji ekki lasta þá á nokkurn hátt. Þeir eru hluti af mjög sterkri og mikilvægri hefð í Banda- ríkjunum. Ef ég ætti að nefna eina ástæðu fyrir þessu áhugaleysi mínu á söngvum þá er það einfaldleiki þeirra. Ballöður hafa yfirleitt ekki þá tilfinningalegu dýpt, það margræði, sem ég finn í mörgu nútímaljóðinu. Er fólk utan Bandarikjanna mót- tækilegt fyrir því sem Helcn Vendler hefur um skáldskap að segja? „Já, veiztu það, ég varð alveg steinhissa þegar ég var í Englandi nýlega. Þar vildi ungt fólk vita bókstaflega allt um Bandarikin, kvik- myndir, ballett, skáldskap, tónlist. Mest vildi fólk tala um skáld eins og Sylvíu Plath og Robert Lowell, enda voru þau bæði tengd Englandi mjög náið. Svo varð ég vör við mikinn áhuga á Frost og Stevens en Eliot og Pound eru löngu komnir inn í kennsluefni íEnglandi. Ég hef ekki verið annars staðar á Norðurlöndunum en í Osló og þar varð ég vör við mikinn áhuga á amerískum bókmenntum og Norður- landabúar virðast tala svo góða ensku hvar sem maður kemur, — mun betri en stúdentar í rómönsku löndunum.” Hefur hún kynnt sér íslenzka Ijóðlist í þýðingum? „Nei, ekki enn, en ég ætla að verða mér úti um það sem til er af því tagi. Ég hef lesið þýðingar Roberts Bly á norrænum skáldum, Södergran, Tranströmer, en ekkert frá íslandi. Annars hef ég yfirleitt ímugust á þýðingum, nema þegar upprunalegi textinn er prentaður við hlið þýðingarinnar. Þá getur maður gengið úr skugga um trúnað þýðand- ans við frumtextann, greint hrynjandi og uppbyggingu. Ég hef éiginlega meira gaman af eftir- líkingum eða frjálslegum út- setningum á erlendum kveðskap, eins og Robert Lowell gerir í Imitations.” Helen Vendler hefur skrifað um margar bandariskar skáldkonur. Hvaða skoðun hefur hún á svo- kölluðum kvennabókmenntum? „Rannsóknir á ýmiss konar „kvenlegum” viðhorfum og viðfangsefnum í skáldskap eiga að sjálfsögðu fullan rétt á sér, frá sjónarmiðum félagsfræðingsins, sál- fræðingsins, sagnfræðingsins o.s.frv. En ég veit satt að segja ekki hvað slíkar rannsóknir koma sjálfum bókmenntunum við. Ég hef hins veg- ar áhuga á því hvernig og hvers vegna ákveðið ljóð, hending eða Ijóðlína virka eða virka ekki sem bókmenntir. Ég reyni að skýra fyrir sjálfri mér og lesendum mínum hvers konar ánægju ljóðið getur veitt, sem aðrar greinar lista veita manni ekki. Ég hef áhuga á bókmenntum sem bókmenntum, ekki sem pólitík, félagsfræði, mannkynssögu.” Hvaða hlutverki gegna bók- menntatímaritin í Bandaríkjunum? „Slík rit eru sífellt að koma og fara og oft erfitt að henda reiður á þeim. Tímarit Ijóðskálda eru sérstaklega skammlíf, en þó er t.d. hið gamla rit Ezra Pounds, Poetry, enn gangandi. Svo er fjöldinn allur af þessum ritum bundinn við ákveðin héruð eða fylki í Bandarikjunum, — Yale Review, Praire Schooner, Salmagundi. Öll þessi rit og fleiri til birta ágætan skáldskap öðru hvoru. Þó vil ég halda því fram að The New Yorker birti yfirleitt bezta skáldskapinn. ’ ’ Skrifar hún Ijóð sjálf? „Nei, alls ekki. Ég fiktaði við ljóðagerð sem unglingur en hætti því þegar ég vitkaðist. Hins vegar hef ég vanið mig á að handskrifa ávallt þau ljóð sem ég er að lesa. Þannig finnst mér ég skynja hvernig þau voru skrifuð, hrynjandina í þeim, áherzlurnar, tóninn.” -AI. Menningar- mál AÐALSTEINISf INGÓLFSSON HeildiölublrgAir. KRISTJÁNSSON HF. Ingólfsitrsll 12, slmar: 12800 - 14878 BLOSSOM Frábært shampoo ÐLOSSOM shampoo Ireyölr vel, og er láanlegt I 4 gerfium. Hver og einn getur lengifi shampoo vifi sitt hœli. Reyndu BLOSSOM shampoo, og þér mun vel lika. Tónlist hinu staðlaða formi margra píanista hann er. Debussy átti ekki siður vel við hans stíl. En hápunktur tónleik- anna var snilldarleikur Lewenthals í Ungverskri rapsódíu nr. 6, eftir Liszt. Hann er svo innilega óháður öllum þesssum þrætömdu og ofskóluðu hugmyndum um konsertflutning á píanóverkum Liszts. Hann lét gamm- inn geysa þegar svo bar undir, en lék einnig blítt, angurvært og trega- blandið þegar það átti við. Það mætti halda að það væri hátíð Mín vegna hefði hann gjarnan mátt skipta á þeim báðum tveimur, Mozart og Beethoven, fyrir Liszt og er það ekki á hverjum degi að maður biður um að gera þá félaga hornreka. Að lokinni auglýstri efnisskrá reynd- ist snillingurinn Lewenthal óðfús að þóknast ánægðum áheyrendum með fjölda aukalaga og endaði með því að leika gamanútsetningu eftir sjálfan sig af Hringekju Jóhanns Strauss. Annar píanósnillingurinn á hljómleikum í Reykjavík i einni og sömu vikunni.— Það mætti halda að það væri komin listahátíð. Tónloikar Raymond Lowonthal pianóloikara, á vogum Tónlistarfólagsins ( Austurfaæjarfaíói 6. desember. Efnisskrá: Mozert: Rondo íe-moll K. 511; Beet- hoven: Sónata ( C-dúr, op. 53 (Weldstein); Frenck: Prolúdla, kórall og fúga; Chopin: Noktúrna (c-moll op. 48, nr. 1 og Impromptu ( Ges-dúr, op. 51; Debussy: La terasse des oudi- ence du clair de luno; Liszt: Ungversk rapsódía nr. 6. Raymond Lewenthal píanóleikari var gestur Tónlistarfélagsins á þess- um tónleikum. Efnisskrá hans hófst með Rondói Mozarts. Leikurinn var einhvern veginn mildi, mýkt og glettni Mozarts i flutning þennan. Jafnvel mátti líkja því við að Lewen- thal væri ekki búinn að ná sér á strik, því að leikur hans verkaði líka eilítið stirðbusalegur í Waldstein sónötunni, að minnsta kosti framan af, og reyndar tókst honum ekki að skapa heilsteypta mynd í flutningi hennar. En svo kvað við annan tón þegar kom að Prelúdíu, kóral og fúgu Ces- ars Franck. Þar fór Lewenthal á kost- um og var greinilega í essinu sínu. Þá sá maður og heyrði að allt sem maður hafði heyrt um þennan töframann hafði við rök aðstyðjast. Raymond Lewenthal pianóleikari. Engin stöðlun Seinnihluti efnisskrárinnar átti greinilega betur við hörpu herra Lewenthals. Þannig var meðferð hans á Chopin og Liszt eftirminnileg oy undirstrikaði hversu langt frá lifandi og frísklegur, en náði samt aldrei að skapa neina teljandi hrifn- ingu i mínum eyrum. Það vantaði LEWENTHAL HJA TONUSTARFELAGINU

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.