Dagblaðið - 15.12.1980, Side 23

Dagblaðið - 15.12.1980, Side 23
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 15. DESEMBER 1980 23 Efnílegirbyrjendun Magnús Rafnsson sendir frá sér fyrstu þýðinguna: NY ANDUTIBOKAFLOÐINU Bókmenntunum bætist sífelit liðsauki og DB ræðir stuttlega við tvo höfunda og einn þýðanda, sem á þessari jólavertíð ýta úr vör í fyrsta sinn. Einn sendir frá sér fyrstu skáldsöguna, annar fyrstu barnabókina og sá þriðji fyrstu þýðinguna. Einn er blaðamaður, annar stærðfræðikennari og þriðji garðyrkjubóndi. Erekki annaðaðsjá en bærilega hafi tekizt hjá þeim öllum. SAGNFRÆÐI UMINDÍÁNA mga Huld Hákonardóttir KonunB HARRY rnn&t PflriERSONl UlBlu Sönn saga um ástir rússneskrar leikkonu og amerisks sjóliðsforingja og leit dóttur þeirra að föðurnum, sem hún hafði aldrei séð. Bókin fjallar um áform Hitlers að ræna hertoga- hjónunum af Windsor i síðustu heimsstyrjöld. xj-r VIKTORIfl FY0D0R0VA DÓTT1R FLOTAFORINGJANS HASKEL FRANKEL BÆKUR 1980 Magnús Rafnsson: nssla verkefni þýðing i Drottnara hringsins eftir Tolkien. Mynd: Hervé Pledel. Þetta verk hefur höfðað mjög til nú- timafólks, þótt margt í því sé sótt til miðalda, og verið metsölubók í Banda- ríkjunum og Norður-Evrópu. Það er i mörgum bindum. ,,Ég sé ekki fyrir endann á því,” segir Magnús. Vonandi tekst þeim félögum þó að ljúka þýðingu á því, enda sagðist Magnús una sér vel í friðsæld Bjarnar- fjarðar og ekkihafai hyggju að kveðja hinar hrjóstrugu Slrandir. - IHH ,,Bókin er lykill að heimi indíána,” sagði Magnús Rafnsson, sem þýtt hefúr Heygðu mitt hjarta við undað hné.” Sú bók rekur blóðugt varnarstríð indíána gegn hvítum landnemum á árunum 1860 til 1890. Því striði lauk þannig að indíánar biðu algjöran ósigur og voru svo gott sem þurrkaðir út sem þjóð. „Bókina má lesa sem góðan reyfara. Auk þess er hún gifurlegt upplýsingarit um bandaríska sögu. Allra hrifnastur varð ég þó af þeirri innsýn, sem hún veitir í menningu indíána,” sagði Magnús. Gagnrýnandi DB sagði að bókin hefði orðið eitt af uppáhaldsritum nátt- úruverndarmanna í Bandaríkjunum. ,,Já,” sagði Magnús. „Hvítu menn- irnir lifa á náttúrunni, indíánarnir lifðu með henni.” Magnús, sem er nú þrítugur, hefur sjálfur horfið á vit nátturinnar að segja má. Hann fluttist fyrir nokkrum miss- erum úr Reykjavík norður á Strandir, nánar tiltekið að Bakka í Bjarnarfírði. Ásamt nokkrum vinum sínum ræktar hann þar grænmeti á sumrin en á vet- urna gefst næði til að lesa og þýða. Og Magnús hefur hellt sér i heljarmikið verk, reyndar í samvinnu við annan mann, Eystein Björnsson. Það er „Lord of the Rings” eftir Tolkien. Tolkien var geysivel lærður í miðalda- fræðum og studdist við þá þekkingu þegar hann skapaði skáldverk þar sem hann býr til sinn eigin sérstæða heim. IHH Áslaug Ragnars sendir frá sér sína fyrstu skáldsögu: skáldsögu — þegar maður er vanur að halda sigvið staðreyndir Áslaug: Er það eltki svona i lífinu, gerist ekki alltaf fullt, sem maður botnar ekkert i? DB-mynd Sig. Þorri. MTERI Það eru ekki nema örfáir dagar síðan skáldsaga Áslaugar Ragnars, Haustvika, kom út og gagnrýnendum hefur ekki gefizt tóm til að fjalla um hana. Þetta er lipur frásögn um tæplega fimmtuga konu, sem reynir að átta sig á sjálfri sér og umhverfmu. Ýmsir dularfullir atburðir gerast, jafnvel morð. Bókinni lýkur ekki með neinni allsherjar lausn mála en söguhetjan, Sif Benediktsdóttir, er þó sjálfstæðari og frjálsari á síðustu síðunum en þeim fyrstu. „Er það ekki svona í lífinu?” spyr Áslaug. — „Það gerist alltaf fullt af at- burðum, sem maður botnar ekkert í, veit aldrei raunverulega hverjar orsak- irnar eru. Og um leið og maður þykist hafa fundið stórasannleikann, þá gerist eitthvað sem kollvarpar öllu saman.” Áslaug hefur í átta eða níu ár unnið á Morgunblaðinu, þar áður vann hún á skrifstofu Vestrænnar samvinnu og enn áður sem flugfreyja. Hún á tvo syni á táningaaldri, en segist ekki hafa verið heimavinnandi húsmóðir eins og söguhetja Haustviku, Sif, nema svo sem tvö ár alls. „Og Sif er alls ekki ég, en auðvitað getur maður aldrei skrifað neitt nema eitthvað af sjálfum manni setji svip sinn á það. , Hún segir, að eftir langan blaða- mennskuferil, þar sem hún þurfti ævinlega að halda sig við staðreyndir, hafi hana langað að skrifa um það sem henni datt sjálfri í hug. „Ekki alltaf það sem öðrum dettur í hug.” Til að skrifa bókina fór hún úr bænum og var í algjöru næði í þrjá mánuði. „Ég fór til Spánar,” segir hún, „en ég hefði alveg eins getað farið út á land, aðalatriðið var að komast eitthvað, þar sem ég hefði algjöran frið.” „Hvernig tilfinning er það að vera með fyrstu bókina sina í höndunum?” „Alveg ágæt. Hún er að minnsta Sögur i sérflokki, sem drengjum geðjast að. Fúst hjtí bókniilum. PREXTSMIÐJAIV LEIFTUR HF. HWFMATÚNI 12 - SÍMI 17554 kosti áþreifanlegur hlutur, öðruvísi en grein í blaði. Persónulega er ég þó ekki lengur eins altekin af örlögum Sifjar Benediktsdóttur og ég var þegar ég meira og minna lifði í henni i þrjá mánuði,” svarar Áslaug. „En mig langar að skrif nýja bók, hvernig viðtökur sem Haustvika fær.” >IHH. Ásrún Matthíasdóttir sendir frá sér sína fyrstu bamabók: „Ég skrifaði bókina af því mér fannst alltof lítið til af íslenzkum bókum fyrir börn,” sagði Ásrún. Söguhetja hennar, Vera, er fimm ára gömul. Foreldrar hennar eru skilin og hún býr hjá föður sínum. „Ég á ekki börn sjálf,” segir Ásrún, sem er 24ra ára gömul.,,En sjúpsonur minn hefur verið mikið hjá mér. Og flestir vinir mínir búa einir með börnin sín. Fólk á mínum aldri er margt frá- skilið — það eignast börnin of snemma, oft meðan það er í mennta- skóla.” Hún segir að það sé að vísu algeng- ara að börn séu hjá mæðrum sínum en hún þekki þó ýmis dæmi um að þau séu hjáfeðrunum. „Ég hef mjög gaman af börnum,” heldur hún áfram. „Þau eru forvitin, hafa áhuga á öllu í kringum sig og eru alltaf að hugsa.” Bókin er myndskreytt af fjórum börnum á aldrinum fimm til átta ára. „Af þeim voru tveir strákar mikið hjá mér þegar ég var að semja söguna og ég las hana fyrir þá jafnóðum. Þeir sögðu mér til ef þeim fannst eitthvað ekki nógu fyndið og ég reyndi þá að breyta því,” segir Ásrún. Hún sendi söguna í barnabókasam- keppni Máls og menningar. „Keppnin ýtti undir mig að skrifa bókina en ég hafði þó haft hana talsvert lengi í huga.” Bókin hefur þótt góð, m.a. sagði gagnrýnandi DB eitthvað á þá leið að í flóði erlendra fjölprentaðra barnabóka væri margföld ástæða til að fagna vel saminni bók, þar sem ungir íslendingar gætu áttað sig á sínum eigin veruleika. Og Ásrúnu langar að skrifa fleiri bækur fyrir börn og kannski unglinga, en jafnframt ætlar hún að halda áfram að auka þekkingu sína í stærðfræði og eðlisfræði. -IHH. CAROLYN KEENE Alltaf jafn viðburðarikar og spennandi. Hugþekkar og smellnar telpusögur. Ásrún: Ég hef mjög gaman af börnum — þau eru alltaf að hugsa. VERA, SAGA UM FIMM ÁRA TELPU Það er tilbreyting að skrifa

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.