Dagblaðið - 15.12.1980, Qupperneq 37
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 15. DESEMBER 1980
37
Ný ævisaga
Jónasar Hall-
grímssonar
eftir Vilhjálm Þ. Gíslason
Vilhjálmur Þ. Gislason hefur sent frá sér
nýja bók, sem hann nefnir Jónas
Hallgrímsson og Fjölnir, 330 blaðsíðna
rit auk mynda. Utgefandi er Almenna
bókafélagið. Bókin er kynnt þannig á
bókarkápu: „Jónas Hallgrimsson og
Fjölnir eftir Vilhjálm Þ. Gíslason er ítar-
legasta ævisaga Jónasar Hallgrímssonar
sem við hingað til höfum eignast. Sýnir
skáldið i nýju og miklu skýrara ljósi en
við höfum átt að venjast.
Jónas Hallgrímsson, skáldið góða, sem
kenndi íslendingum öðrum lista-
mönnum fremur að sjá fegurð íslenzkrar
náttúru og njóta hennar ojj'- hlúði
umfram aðra að jákvæðu viðhojíi
þjóðarinnar gagnvart landinu og lífinu,
átti við vanheilsu að stríða síðustu æviár
sín,dóum aldur fram.
Þetta er sú almenna mynd okkar af
Jónasi- Hallgrímssyni, í senn fögur og
dapurleg, alltof einföld.
Jónas Hallgrímsson er „hið dramb-
samasta dýr”, lét eldri skáldbróðir hans
eftir sér hafa, — „fúllegur og mjög hæg-
látur”, sagði annar. Aðrir tala um hans
björtu, hýru og skínandifögru augu,
og landar hans i Höfn stofnuðu
bindindisfélag, sjálfsagt aðallega til að
reyna að bjarga honum. Það var víst
engum sama um Jónas Hallgrímsson,
sem honum kynntist.
1 þessari nýju bók um Jónas
Hallgrimsson er hófsamlega og hispurs-
laust sögð saga hans — umfram allt
sönn og ítarleg. Þetta er saga af af-
burðagáfum og góðum verkum og af
nokkrum veilum, sem oft er dregin
fjöður yfir.”
Bókin er unnin í Prentverki Akraness.
Hún er 336 bls. að stærð og auk þess er I
bókinni fjöldi mynda.
Einn á móti
milljón
sakamálasaga eftir
Jón Birgi Pétursson
Hjá Bókaútgáfunni Erni og Örlygi hf. er
nú komin út bókin: Einn á móti milljón
— sakamálasaga eftir Jón Birgi Péturs-
son, fyrrverandi fréttastjóra. Jón Birgir
sendi frá sér sína fyrstu bók I fyrra:
Vitnið sem hvarf, og fékk sú bók mjög
góða dóma og viðtökur. Aðalpersóna
þeirrar bókar, Rauða-ljónið, er einnig
cöguhetja I hinni nýju bók og fær hann
nú erfitt viðfangsefni að glíma við og
mörg óvænt atvik munu eflaust halda
lesandanum í spennu frá upphafi
bókarinnar til enda. Aðalsögusvið
bókarinnar Einn á móti milljón er
Reykjavík, en leikurinn berst þó víðar
m.a. til Hollands en höfundurinn fór
þangað meðan hann var að skrifa
bókina.
Bókin Einn á móti milljón fjallar um
fjölskyldu I Reykjavík, og svarta
sauðinn I henni. Þó allt virðist slétt og
fellt á yfirborðinu, er stutt í ýmislegt
sem fjölskyldan hefur lítinn áhuga á að
komi upp á yfirborðið og Rauða-ljónið
verður að yfirstíga marga erfiða
þröskulda meðan hann er að vinna að
lausn þeirrar gátu, sem bókin fjallar um.
Bókin Einn á móti milljón er sett,
umbrotin, filmuunnin og prentuð hjá
Prentsmiðjunni Hólum, hf., en bundin í
Arnarfelli. Káputeikning er eftir Bjarna
D. Jónsson.
Hvað gerðist á
íslandi 1979
eftir Steinar J.
Lúðvíksson
Fyrsta bindi bókaflokks sem ætlað er
það hlutverk að vera í raun samtímasaga
innlendra atburða, eða íslandssaga sam-
tímans ef kveðið er dálítið fastara að
orði.
Bókaútgáfan Örn og Örlygur hefur
gefið út fyrsta bindi bókaflokksins Hvað
gerðist á íslandi? Steinar J. Lúðviksson
rithöfundur hefir tekið bókina saman en
hún er 240 blaðsíður og prýdd fjölda
mynda eftir marga af þekktustu frétta-
ljósmyndurum landsins.
Á bókakápu segir m.a.: „Hraðinn i
nútímasamfélagi er með ólikindum.
Hver atburðurinn rekur annan og þvi
fyrnist að sama skapi fljótt yfir marga
þeirra, þó síðar komi í ljós að þeir voru
í raun mótandi fyrir alla framtíð.
Bókin er ónetanleg heimild og
bregður upp á skýran og skemmtilegan
hátt I máli og myndum því sem gerðist á
Islandi á því herrans ári 1979. Hún er I
senn heimildarrit sem öðlast æ meira
gildi með árunum og skemmtileg lesning
öllum þeim sem vilja fylgjast með og
hafa aðgang að heimildum um samtíma-
atburði.
Samtímasagan skiptist í þessa flokka:
Alþingi — stjórnmál, Bókmenntir listir -
menningarmál, Dóms- og sakamál, Elds-
vlðar, Fjölmiðlar, Flugmál, Iðnaður,
lþróttir, Kjra- 'og atvinnumál, Land-
búnaður, Menn og málefni, Náttúra
landsins og Veðurfar, Orkumál, Sjávar-
útvegur, Skák og bridge, Skóla- og
menntamál, Slysfarir og bjarganir, Úr
ýmsum áttum, Verðbólgan-verðlags-
þróun.
Hvað gerðist á Islandi I979 er
filmusett og unnin i prentstofu G.
Benediktssonar en prentuð í Englandi.
Jóla■
leikurmn
GULLRÚSÍNAN
er í pylsuendanum.
Verðmæti um hálf
milljón króna
Py/suvagninn
og Gu/I & SHfur
SAMA ÚRIÐ MEÐ TVÖ ANDLIT
AA81 býður upp á:
Klukkutíma, mín., sek., mánaðardag, vikudag.
Sjálfvirka dagatalsleiðréttíngu um mánaðamót.
Að hægt sé að hafa tvo tíma samtímis.
Niðurteijara frá 1. mín. tilklst
Vekjara.
Hijóðmerkiá hálfum og heilum tíma.
Rafhlöðu sem endist í ca. 18 mánuði.
Árs ábyrgð og viðgerðarþjónustu.
Er höggheit og vatnshelt
Gkr. 96.700.- Nýkr. 967,00.-
CASIO verð á úrum er frá gkr. 39.950 til 96.700..
CASIO vesatölvur frá gkr. 18.900
BANKASTRÆTI8
SÍMI27510
CASIO-UMBOÐIÐ
M—1200 býður upp á:
• Klukkutíma, mín., sek.
• Mánuð, mánaðardag, vikudag.
• Vekjara með nýju lagi alla daga
vikunnar.
• Sjálfvirka dagatalsleiðréttingu
um mánaðamót.
• Bæði 12 og 24 tima kerfið.
• Hljóðmgrki á klukkutíma fresti
með „ Big Ben " tón.
• Dagatalsminni með afmælislagi.
• Dagatalsminni með jólalagi.
• Niðurteljara frá 1 min. til klst.
og hringir þegar hún endar á
núHi.
• Skeiðklukku með millitíma.
• Rafhlöðu sem endist i ca. 2 ár.
• Árs ábyrgð og viðgerðarþjón-
ustu.
• Er högghett og vatnshelt.
G.kr. 96.700.-
Nýkr. 967,00.-
Wér er kpmin tilj'ó.mpláta
áem . a$d£endúr SÍéiná
. ■ Stéinarrs htjota að' fagna:
fíu faiieg lög við nokkur at
ágáetustú Ijóðum Steins.
Undirbúningur að ' gerð
tíljpmplötunnar hefur. tekjð
tvö.ár. Béstu hljóðfæraieik-
arar og söngvarár af yngri
, kyhsióðinni fiytja tónlistina.
' Aðdáendúr Steins munu
taka , þessári hljómplötu
sem útvfkkun á verkum
skáldsins oghinlr sem unna
góðritón I ist kynnast Ijóðum
Steins enn bétur.
faést nú í verzlunum um
iand aiit.
Dreffing FÁLKINN