Dagblaðið - 15.12.1980, Blaðsíða 34
34
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 15. DESEMBER 1980
Minni jóiastemmning en oft áðir:
Er fóik sparsamara
en ekki 13 dögum fyrir jól eins og var
hér í eina tíð.
Þá er líka minna um það að börn-
unum sé gefið sælgæti í skóinn, enda
er það rándýrt með öllum sínum
tollum. Núna eru það litlir ódýrir
tindátar, bílar eða eitthvað álíka smá-
dót sem jólasveinarnir færa börnun-
um. Það sýnir versnandi efnahag
fólksins. Þá er verzlunarfólk sam-
mála um að jólagjafir í ár verði mun
ódýrari en undanfarin jól.
Jólatré rísa upp víðs vegar um
borgina. Á Austurvelli voru tveir
bílar frá rafmagnsveitunni og einir
6—8 menn við að setja alla þá tugi
ljósapera sem lýsa upp Austurvöllinn
á þessum árstíma. Bara þær fái nú
að vera í friði.
Hvergi sjást jólaseríur á svölum
ennþá , vafalaust spretta þær upp um
næstu helgi. En margir virðast hins
vegar vera með aðventuljós í
gluggum hjá sér þetta árið.
Á barnaheimilinu Tjarnarborg
þar sem við litum inn í gær var lítið
farið að undirbúa jólin. Fimm ára
deildin var að skera út jólaskraut í
silkipappír en í fjögurra ára deildinni
var verið að lesa jólasögu fyrir börn-
in. ,,Þau eru svona rétt að byrja,”
sagði fóstran okkur. Ennþá eru börn-
in ekki farin að búa til jólagjafir
handa mömmu og pabba, „en við
byrjum bráðum á því,” sagði einn
lítill.
Eldri börnin sem komin eru í skóla
eru væntanlega farin að æfa leikrit
fyrir jólaskemmtunina en jólafríið
hefst eftir eina viku hjá þeim.
Þá virðist fólk hugsa meira um
gervijólatré núna en oft áður, þó að
jólatréssala í gróðrarstöðum sé þegar
byrjuð. Hvort meira verði sparað um
þessi jól en oft áður er ekki gott að
segja til um ennþá, en margt virðist
benda til þess. -ELA .
fyrir þessi jól
—enundanfarínjól?
Á Tjarnarborg voru hrakkarnir að byrja jólaundirbúninginn. Til dæmis voru þeir
búnir að teikna þessa fallegu jóiasveina.
Núna eru aðeins 9 dagar til jóla,
en þrátt fyrir það virðist jólastemmn-
ing 'í bænum vera í lágmarki.
Kannski það sé dimmviðrið en ekki
fannhvit jörð, eins og venjulega á
þessum tíma, eða kannski banka-
mannaverkfallið, hver veit? Þó að
flestar verzlanir séu komnar með
jólaútstillingar þá eru það alls ekki
allar. Og þegar við DB-menn ókum
um miðbæinn í gær var ekki
merkja neitt fleira fólk á ferðinni en
venjulega.
Meira að segja litlu börnin á barna-
heimilum borgarinnar eru ekki alvar-
lega farin að hugsa um jólin. Að vísu
eru þau farin að fá í skóinn. Núna er í
tízku að byrja að setja skóinn í glugg-
ann 1. desember um leið og fyrsti
dagurinn á jóladagatalinu er opnaður
' A "
;; ' Z'- J";
.
Á Austurvelli unnu 6—8 menn við að koma tugum Ijósapera fyrir á einu stœrsta
jólatré landsins.
Við bjuggum tilþennan jólasveinaskó og svo má geyma eitthvað i honum... Helztu jólaskreytingar eru í miðbœnum. Stöku verzlunareigendur hafa tekið sig til og skreytt úthverfisgötur eins og þessir i
sagði þessi litli jimm úra snúði. Síðumúlanum. DB-myndir Sig. Þorri.