Dagblaðið - 15.12.1980, Síða 22

Dagblaðið - 15.12.1980, Síða 22
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 15. DESEMBER 1980 Iþróttir Iþróttir I 22 i Iþróttir Iþróttir VILLA AFIDR A TOPPNUM Sigraði Birmingham á laugardag en Ipswich og Liverpool gerðu jafntef li Aston Vllla komst aftur i efsta sætifl I 1. delldinni ensku, þegar liflifl vann góflan sigur á nágrannalifll sinu, Birmingham, á laugardag en á sama tima gerflu liðin i næstu sætum, Ipswich og Liverpool, jafntefli i innbyrðisleik sinum á Portmann Road i Ipswlch. Völlurlnn var þittskipaflur áhorfendum þar, rúmlega 33 þúsund og þúsundir fyrir utan, sem ekki komust inn. Á Villa Park var bezta aflsóknin hjá Aston Villa á leiktima- bllinu, rúmlega 41 þúsund áhorfendur. Viðureignin 1 Ipswich var aðalleikur dagsins. EnglandsmeistararLiverpool gegn því liðinu, sem stendur bezt að vígi í 1. deildinni, Ipswich. í fyrri hálf- leiknum var algjör einstefna á mark Liverpool og meistararnir voru heppnir að vera aðeins einu marki undir. ipswich hefði svo hæglega átt að geta skorað þrjú mörk. Hollendingarnir, MUhren og Thjissen, réðu alveg miðjunni og sóknarloturnar buldu á vörn Liverpool. En Ipswich tókst aðeins að skora eitt mark. Alan Brazil fékk góða sendingu frá John Wark á ?.3ju min. og skoraði af öryggi hja Ray Clemence. Liverpool var án Kenny Dalglish og lék Ian Rush, 19 ára piltur, sem keyptur var frá Chester 1 vor — skoraði 19 mörk fyrir Chester á síðasta leiktímabili — í hans stað og Colin Irvine var miðvörður i stað Phil Thompson. Ekki virtist bæta úr skák hjá Liverpool, að í fyrri hálfleiknum var miðherji liðsins, David Johnson, borinn af velli á börum slasaður. Jimmy Case kom i hans stað en Sammy Lee varð miðherji. Og lið Liverpool var eins og dr. Jekyll og mr. Hyde í leiknum — slakt í fyrri hálfleik og gæft — en i drápshug í þeim siðari. Þá var barizt um hvern bolta og í lokin var Ipswich-liðið heppið að ná jafntefli. Ensku landsliðs- miðverðirnir, Butcher og Osman, áttu í hinum mestu erfiöleikum með Sammy litla Lee, minnsta leikmanninn á vellinum. Hann jafnaði á 62. mín. og þeir McDermott og Ray Kennedy hefðu auðveldlega átt að geta náð forustu fyrir Liverpool. Svo ekki sé minnzt á, að Ipswich-leikmennirnir Wark og Butcher spyrntu kncttinum báðir í eigin þverslá. Paul Cooper, markvörður Ipswich, með glóðaraugu á báðum eftir nefbrotið á Maine Road, hafði nóg aö gera og varði vel. Ef til vill hefur þreyta setið i leikmönnum Ipswich eftir UEFA-leikinn erfiða i Póllandi og það komið niður á leik liðsins í síöari hálfleik. Liðin. Ipswich Cooper, Burley, McCall, Osman, But- cher, Thjissen, Mllhren, Gates, Wark, Mariner, Brazil. Liverpool. Clemence, Nela, Allan Kennedy, Hansen, Irvine, Ray Kennedy, McDermott, Souness, Lee, Ross, Johnson (Case). Til huggun- ar fyrir áhangendur ■Liverpool má geta þess, að David Fairclough er byrjaður að æfa eftir skurð á liðböndum. í innbyrðisviðureign Birmingham- liðanna var mikið jafnræði lengi vel og 1 fyrri hálfleiknum komst Frank Wort- hington næst þvi að skora fyrir Birmingham. Tókst þó ekki og á 64. min. var það svo David Geddis sem braut isinn fyrir Villa. Eftir það var einstefna hjá Villa. Geddis skoraði annað mark sitt 1 leiknum á 83. mín. eftir mikil mistök Joe Gallagher, hins sterka miðvarðar Birmingham. Inn á milli skoraði Gary Shaw fyrir Villa. Geddis átti hörkuskot i stöng og knötturinn hafnaði hjá hinum unga Shaw, sem skoraði af öryggi. En litum þá á úrslitin á laugardag. Lítið var leikið í 3. og 4. deild vegna 2. umferðar FA-bikarkeppninnar. 1. deild A. Villa-Birmingham 3-0 Coventry-WBA 3—0 C. Palace-Norwich 4—1 Everton-Brighton 4—3 Ipswich-Liverpool 1 — 1 Leeds-Nottm. Forest 1—0 Leicester-Middlesbro 1—0 Man. Utd.-Stoke 2—2 Sunderland-Arsenal 2—0 Tottenham-Man. City 2—1 Wolves-Southampton 1 — 1 2. deild Blackburn-West Ham 0—0 Bristol City-Bolton 3—1 Derby-Watford 1—1 Grimsby-Chelsea 2—0 Luton-Preston 4—2 Notts Co.-Oldham 0—2 Orient-Shrewsbury 1—0 QPR-Cardiff frestað Sheff. Wed.-Bristol R. 4—1 Wrexham-Cambridge 0-0 3. deild Newport-Chester 1—1 4. delld Crewe-Wigan 1—2 Rochdale-Stockport 2—1 Southend-Brad ford 2—1 Leik QPR og Cardiff var frestað vegna þess að 11 leikmenn Cardfiff lágu í inflúensu en á föstudag keypti Cardiff Alan Curtis frá Leeds fyrir 175 þúsund sterlingspund. Enn jafntefli Man. Utd. Það er sama hvort Man. Utd. skorar tvö mörk eða fær á sig tvö mörk I byrjun leiks. öllu lýkur með jafntefli. Liðið gerði sitt áttunda jafntefli i 11 leikjum á heimavelli á þessu leiktíma- bili á laugardag. Illa leit þó út framan af. Paul Randall skoraði fyrir Stoke á 8. min. — rangstæður að mati frétta- manns BBC. Á 2.2. mín. komst Stoke í 0—2. Lee Chapmann skallaði á markið eftir hornspyrnu og af Júgóslavanum Javanovic fór knötturinn í mark. Lo Macari minnkaði muninn á 1—2 á 33. mín. og á 70. mín. jafnaði Joe Jordan i 2—2. Þrátt fyrir mikla sókn tókst Man. Utd. ekki að ná báðum stigum í leiknum. Meiðsli Martin Buchan, fyrirliða United, tóku sig upp í leiknum 1 Norwich, svo hann gat ekki leikið á laugardag. Hins vegar var Mickey Thomas með á ný eftir bílslysið, sem hann lenti í, og Kevin Moran orðinn heill af sínum meiðslum, svo hann gat tekið stöðu Buchan. Áhorfendur 39.568. Með því að ná öðru stiginu gegn Stoke komst Man. Utd. í fjórða sætið, i þar sem bæði Arsenal og WBA töpuðu. Arsenal án þriggja aðalmanna tapaði í Sunderland. Uppreisn fyrir Sunder- land, sem hafði tapað fjórum leikjum í röð. John Hawley, sem lék sinn fyrsta leik með Sunderland í 3 mánuði vegna meiðsla, skoraði fyrra mark liðsins síns á 24. mín. Arsenal hafði lengi möguleika á að ná jafntefli. Rétt i lokin skoraði Kevin Arnott annað mark Sunderland. Áhorfendur 2.1 þúsund og Arsenal var betra liðið þrátt fyrir tapið. WBA hafði hins vegár ekki hina minnstu möguleika gegn Coventry. Strax á 4. mín. skoraði Andy Blair. í byrjun s.h. átti Peter Bodak spyrnu á mark WBA. Knötturinn lenti í hönd miðvarðarins John Wile. Vítaspyrna og úr henni skoraði Gerry Daly. Hinn miðvörður WBA, Alister Robertson, var rekinn af velli um miðjan s.h. eftir ljótt brot á Garry Thompson. Hafði áður verið bókaður og var nú að leika sinn fyrsta leik eftir leikbann. Steve Hunt skoraði þriðja mark Coventry á 80. mín. Eftir mikla sigurgöngu tapaði Man. City loks. Þó náði nýi leikmaðurinn Phil Boyer forustu fyrir City gegn Tottenham. Steve Archibald jafnaði og um miðjan s.h. skoraði Glen Hoddle sigurmark Spurs. Knötturinn fór af bakverði City, MacDonalds, í markið hjá Joe Corrigan. Mikil spenna í Liverpool Leikur Everton og Brighton var mjög skemmtilegur fyrir áhorfendur. Peter Eastoe skoraði fyrsta mark leiks- ins fyrir Everton. Sullivan jafnaði og Brighton komst yfir með marki Andy Ritchie. Steve McMahon jafnaði í 2— 2. í s.h. náði Eastoe aftur forustu en Mike Robinson jafnaði. Þannig stóð þar til á lokamínútu leiksins að Imre Varadi skoraði sigurmark Everton. Leeds sigraði Nottingham Forest að viðstöddum 21.830 áhorfendum á Ellan Road. Brian Greenhoff skoraði sigurmark Lees á 65. mín. eftir auka- spyrnu. Áður hafði Frank Gray spyrnt knettinum í þverslá marks Leeds. Ensku blöðin voru með mikinn uppslátt á föstudag. Þar var sagt að Brian Clough, stjóri Forest, hefði boðið Ken Brown, stjóra Norwich, að velja hvaða leikmenn sem hann vildi úr liði Forest fyrir Justin Fashanu, nema þó Shilton og Francis. Báðir stjórarnir gáfu út yfirlýsingar síðar á föstudag að ekkert væri hæft í full- yrðingum blaðanna. Norwich fékk skell á Selhurst Park, þar sem Crystal Palace vann sinn fyrsta sigur undir stjórn Malcolm Allison. Clive Allen skoraði tvívegis fyrir Palace, Muphy og Gerry Francis hin mörkin í 4—1 sigrinum. Ekki gefið upp hver skoraði fyrir Norwich. Kevin MacDonald, ungur piltur, sem lék sinn annan leik fyrir Leicester, skoraði eina mark liðs síns gegn Middlesbrough. Steve Moran skoraði fyrir Dýrlingana en Normann Bell jafnaði fyrir Úlfana í Wolverhampton. West Ham nálgast 1. deildina og hefur nú þriggja stiga forustu í 2. deild. Chelsea tapaði í fyrsta skipti i langan tima í Grimsby, þar sem Trevor Whymark skoraði annað mark heima- liðsins, og Notts. County tapaði óvænt heima fyrir Oldham. Swansea vann stórsigur á Newcastle. Þar skoraði Leighton James tvívegis. Mabutt skoraði einnig tvö mörk fyrir Bristol City, Andy McCullogh tvö mörk fyrir Sheff. Wed. Peter Taylor skoraði sigurmark Orient. Kevin Hector skoraði í sínum 535. deildaleik fyrir Derby en Luther Blisset jafnaði fyrir Watford. Staðan er nú þannig: 1. deild A. Villa 22 13 5 4 39—20 31 Liverpool 22 10 10 2 45—27 30 Ipswich 19 10 8 1 31 — 14 28 Man. Utd. 22 6 14 2 31—18 26 Everton 22 10 6 6 38—28 26 Arsenal 22 9 8 5 32—24 26 WBA 22 9 8 5 27—24 26 Nottm. For. 22 9 6 7 31—23 24 Tottenham 21 8 6 7 37—34 22 Southampton 22 8 6 8 36—33 22 Stoke 22 6 10 6 26—31 22 Birmingham 21 7 7 7 27—27 21 Middlesbro 21 8 4 9 30—31 20 Wolves 22. 7 6 9 22,-28 2.0 Coventry 22 8 4 10 26—33 20 Leeds 22 8 4 10 20—33 20 Sunderland 22. 7 5 10 29—29 19 Man. City 22 6 6 10 29—36 18 Norwich 2.2 6 5 11 27—43 17 Brighton 22 5 4 13 26—41 14 Leicester 22 6 2 14 21—36 14 C. Palace 22 5 2 15 27—44 12 2. deild West Ham 22 13 6 3 36—16 32 Chelsea 22 11 7 4 38—21 29 Notts. Co. 22 10 8 4 25—2.1 28 Swansea 21 9 8 4 31—18 26 Sheff. Wed. 22 11 4 7 31—26 26 Derby Co. 22 8 9 5 31—28 25 Orient 21 9 6 6 30—24 24 Blackburn 21 9 6 6 25—19 24 Grimsby 2.2 6 10 6 19—19 22 Luton 22 8 6 8 27—28 22 Cambridge 21 10 2 9 27—30 22 Bolton 22 7 6 9 38—32. 20 Wrexham 22 7 6 9 19—23 20 Newcastle 21 7 6 8 17—31 20 Shrewsbury 22 5 9 8 22.-23 1 9 Cardiff 21 8 3 10 23—29 19 QPR 21 6 6 9 26—22 18 Watford 21 7 4 10 25—28 18 Oldham 22. 5 8 9 15—20 18 Preston 22 5 8 9 20—34 18 Bristol City 22 4 7 11 18—33 15 Bristol Rov. 22 ■ 1 9 12 17—37 11 -hsím. Vantaði ritara Þafl vakti athygli á leik Vals og ÍR afl engir ritarar voru til staflar vifl tima- varðarborfllfl i Hagaskólanum er leikurinn hófst. Varfl afl fá menn á sið- ustu stundu til að hlaupa i skarðlfl. Þafl er e.t.v. ekki þafl versta. Undanfarifl hafa leikirnir i úrvalsdeildinni nær undantekningarlaust tafizt i 10—15 min., en leikur ÍR og Stúdenta sló þó öil met — þar var biflin 25 min. Séu leikir auglýstir kl. 20, eða á hvafla tima öðrum sem það nú er, eiga þeir að hefjast á þeim tima en ekki 15—20 min. siflar. -SSv. PÓNI FALKINN hljómsveitarinnar Pónik er ósvikin dægurtónlist df vandaðri gerðinni. Höfundar laganna eru: Gunnar Þórðarson, Gylfi Ægisson, Jóhann G., Sverrir Guðjónsson og Kristinn Sigmars- son. Textarnir eru prentaðir á plötu- hulstrið. Verð: 12.900 kr.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.