Dagblaðið - 21.09.1981, Síða 13
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 21. SEPTEMBER 1981.
þessu sambandi. Frjáls markaður við
sölu og kaup íbúða leysir margan
vanda á hverjum degi. Einn kaup-
andi finnur sér hentuga íbúð, en selur
þá aðra, sem var of lítil eða of stór.
Hún er hæfileg öðrum kaupanda og
þannig má lengi halda áfram.
Erfingjar selja hús, þar sem fyrri eig-
andi hefur fallið frá. Þeir nota and-
virðið til nýrra viðskipta í þjóðfé-
laginu. Það er því rangt að gera litið
úr hlutverki þessa frjálsa markaðar.
Sumir kalla hann jafnvel tómt brask
og svindl. Ef eitthvað ætti að gera, þá
á að reyna að örva þennan markað,
þannig að íbúðir og hús, sem lítið eru
notuð, séu sett til sölu. Þá leysir það
húsnæðisvanda þess, sem kaupir.
Fasteigna-
söluráð
Það hefur lengi verið tímabært að
setja upp nefnd eða ráð, þar sem
hinir ýmsu aðilar, sem tengjast
kaupum og sölu íbúða, ættu fulltrúa.
Þar er t.d. átt við félag húseigenda,
leigjendasamtök, húsnæðismála-
stofnun rikisins, dómsmálaráðuneyti
(sem fer með mál fasteignasala), fé-
lagsmálaráðuneyti (sem fer með mál
verkamannabústaða) banka (sem
lána til húsakaupa) og fleiri má
nefna. Margt er hægt að gera í þessu
efni og nýjar hugmyndir kæmu fram,
þegar farið væri að ræða þessi mál
frá ólíkum sjónarmiðum. Stöðnun og
kyrrstaða má ekki vera fyrir hendi.
Hjólin þurfa að snúast og þau þurfa
að snúast hratt.
Verðtrygging
skulda
Það hefur valdið byltingu í öllum
lánamálum, að nú eru skuldir verð-
tryggðar. Sparifé fer nú vaxandi og
brátt verður mun auðveldara en áður
að fá lán til langs tíma á frjálsum
lánamarkaði. Þetta opnar nýja
möguleika i húsnæðismálum, sem
ekki voru fyrir hendi áður. Hægt er
að lána ungu fólki til húsakaupa eða
nýbygginga með þeim hætti, að af-
13
Umræður um húsnæðismál í Reykjavík hafa verið miklar og snarpar á undanförnum vikum. Hér kemur blaðamaður DB að einu af leiguhúsum borgarinnar.
DB-mynd: Þorri.
borganir og vextir eru örlítið hærri en
góð húsaleiga. Samt er ekki um gjöf
að ræða, þar sem lánið er verðtryggt
og greiðslur af því hækka með verð-
bólgu. Það má nefna, að lán að fjár-
hæð kr. 300.000,00 má endurgreiða
að fullu með kr. 1.000,00 á mánuði i
40 ár. Þessi greiðsla er kr. 1.000,00 í
dag en hækkar svo með verðbólgu.
Kaupið hækkar svipað, svo að alltaf
er jafnauðvelt (eða erfitt) að greiða af
láninu.
Niðurstaöa
Þótt það sé alltaf nokkuð freist-
andi í pólitískri umræðu að stofna til
æsinga, þá verða þær að vera í hófi. í
stað þeirra þarf að koma sameinað
átak allra aðila, sem tengjast íbúða-
málum, í þá átt, að öld verðtrygging-
ar verði til þess, að nýir möguleikar
til lausnar húsnæðisvandanum séu
nýttir. Hjól viðskiptanna þarf að
snúast hratt. Aukið sparifé í kjölfar
verðtryggingar á að nota til að leysa
húsnæðisvandann á víðsýnum og
breiðum grundvelli. Það er hægt, ef
kraftar allra hagsmunaaðila eru sam-
einaðir.
Lúðvík Gizurarson,
hæstaréttarlögmaður.
Breytt vígstaða
Með ákvörðun sinni um að taka
samningamálin i eigin hendur hefur
Alþýðusamband Vestfjarða siður en
svo rofið einhverja einhuga samstöðu
verkalýðshreyfingar sem ella hefði
verið fyrir hendi. Þá samstöðu er
löngu búið að rjúfa af hálfu lands-
samtaka hálaunahópanna innan
Alþýðusambands íslands. Hjalið um
heildarsamflot í kjarasamningagerð-
inni hjá stjórnarliðum í A.S.Í. er ein-
vörðungu til þess að varpa ryki í augu
fólks og fá fjölmennustu samtökin,
félög láglaunafólksins í A.S.Í., til
þess að sætta sig við þrotlausar setur
forustumanna á hótelum í Reykjavík
vikum og jafnvel mánuðum saman
og siðan eitthvað samkomulag um
smánarkjör sem látið er i veðri vaka að
ná eigi til launahópanna allra — en svo
koma fámennari landssamtök
hálaunahópanna og hefja „sérkjara-
samningagerð” eftir að skollaleikn-
um er lokið.
Ákvörðun verkalýðsfélaganna á
Vestfjörðum um að taka samninga-
málin í eigin hendur var tekin í
algjöri;i samstöðu allra félaganna og
þar á meðal með atkvæðum og að til-
lögu sumra yfirlýstra stuðnings-
manna núverandi ríkisstjórnar. Það
er því rangt með öllu þegar látið er i
veðri vaka að ákvörðun Vestfirðing-
anna sé eitthvert pólitískt samsæri
Alþýðuflokksmanna sem ráði þar
ríkjum. Sé þetta samsæri þá eru
Alþýðubandalagsmennirnir, sem
veita Verkalýðsfélaginu Brynju á
Þingeyri og Verkalýðsfélaginu á
Bidludal forstöðu, orðnir samsæris-
menn.
Ekkert nýmæli
Sú afstaða Vestfirðinga að vilja
samningana heim í hérað er ekkert
nýmæli heldur. Alþýðusamband
Vestfjarða hefur lengi verið virkasta
fjórðungssambandið innan Alþýðu-
sambands íslands og um langan aldur
haft með höndum kjarasamninga-
gerðina við verkalýðsfélög á Vest-
fjörðum. Alþýðusamband Vestfjarða
hefur miklu oftar samið fyrir vest-
firskt verkafólk, bæði sjómenn og
verkamenn, en nemur þeim skiptum
sem þeir hafa átt aðild að heildar-
kjarasamningagerð á landsvísu.
Alþýðusambandi Vestfjarða hefur
iðulega tekist að ná hagstæðari
samningum fyrir vestfirska launþega
en náðst hafa annars staðar á landinu
— meðal annars sökum þess að vest-
firskir atvinnuveitendur hafa verið
sjálfstæðari gagnvart Vinnuveitenda-
sambandi íslands en atvinnuveit-
endur víðast annars staðar á landinu
og saman hafa atvinnuveitendur og
verkalýðshreyfingin á Vestfjörðum
náð samkomulagi sem grundvallast á
vestfirskum aðstæðum og vest-
firskum vinnumarkaði.
Alvarleg
mistök
Það eru því út af fyrir sig engin sér-
stök tíðindi þótt Alþýðusamband
Vestfjarða telji nú heppilegra að gera
samningana heima í héraði eins og
reynslan sýnir að oftast hefur verið
farsælast fyrir vestfirskt launafólk.
En við Alþýðusambandi Vestfjarða
blasir annar vandi. Stóra samflotið,
sem ríkisstjórnarbandalagið í A.S.Í.
berst fyrir, hefur styrkt Vinnuveit-
endasambandið um leið og það hefur
veikt verkalýðshreyfinguna. Mis-
heppnuð forusta ríkisstjórnarmeiri-
hlutans í A.S.Í. og misheppnaðir
samningar á hans vegum hafa veikt
verkalýðshreyfingu.tá sem heild en
þessi samningagerð á grundvelli
heildarsamflots verkalýðshreyfingar
gegn heildarsamtökum\innuveitenda
hefur að sama skapi styrkt mið-
stjórnarvaldið i Vinnuveitendasam-
bandi íslands. Nú eru miðstöðvar
Vinnuveitendasambands íslands í
Reykjavík miklu öflugri en áður
hefur þekkst og að sama skapi hefur
dregið úr sjálfstæði atvinnuveitenda
víðs vegar um land, þannig er miklu
erfiðara nú fyrir Alþýðusamband
Vestfjarða að fá vestfirska vinnuveit-
endur til viðræðna en það var fyrir
tíma hinna stóru samfiota. Alþýðu-
samband Vestfjarða horfist því ekki
aðeins í augu við það vandasama
verkefni að ná aftur umsömdum
kjarabótum sem A.S.Í. forustan
glataði, heldur þarf Alþýðusamband
Vestfjarða einnig að horfast í augu
við þá staðreynd að sökum mistaka
Alþýðusambandsforustunnar í
Reykjavik, þarf Alþýðusamband
Vestfjarða nú að eiga við atvinnuveit-
endur, sem eru miklu háðari mið-
stjórnarvaldi vinnuveitendasamtak-
anna í Reykjavík en áður hefur
þekkst.
Bandamenn
Þetta ástand hefur Alþýðusam-
bandsforustan i Reykjavík skapað.
Mistök hennar í kjarasamningagerð
og þjónkun hennar við ríkisvaldið
hefur veikt verkalýðshreyfinguna en
styrkt Vinnuveitendasambandið.
Alþýðusambandið hefur veikst.
Vinnuveitendasambandið hefur
— Ef Ragnar Halldórsson og Þorsteinn Pálsson væru spurðir hvort þeim væri meira að skapi — að semja við Ásmund
Stefánsson og Björn Þórhallsson i Reykjavik eða Pétur Sigurðsson og Karvel Pálmason á Vestfjörðum þá myndu þeir hik-
laust velja Ásmund og Björn, segir Sighvatur Björgvinsson meðal annars.
DB-mynd: Þorri.
styrkst.
Ef Ragnar Halldórsson og Þor-
steinn Pálsson væru spurðir hvort
þeim væri meira að skapi — að semja
við Ásmund Stefánsson og Björn
Þórhallsson í Reykjavík eða Pétur
Sigurðsson og Karvel Pálmason á
Vestfjörðum þá mundi þeir hiklaust
velja þá Ásmund og Björn. Hvers
vegna? Vegna þess, að þannig telja
þeir Ragnar og Þorsteinn hagsmuna
vinnuveitenda betur gætt, styrk
þeirra meiri.
Hinn pólitiska forusta Alþýðusam-
bands íslands, ríkisstjórnarbræð-
ingur íhalds og komma, heldur uppi
linnulausum áróðri fyrir því að stefna
öllum verkalýðsforingjum af landinu
til langvarandi útlegðar á hótelum í
Reykjavík undir yfirskini svokall-
aðrar heildarsamningagerðar.
Hverjir skyldu nú vera öflugustu
bandamenn forustu A.S.Í. í þeim
málflutningi? Það er stjórn Vinnu-
veitendasambands íslands. Þar eiga
þeir Ásmundur Stefánsson og Björn
Þórhallsson visastan stuðning.
Fjórir helstu forustumenn aðila
vinnumarkaðarins eru Ásmundur
Stefánsson og Björn Þórhallsson af
hálfu A.S.Í. og Ragnar Halldórsson
og Þorsteinn Pálsson af hálfu Vinnu-
veitendasambandsins. Aðeins einn
fjórmenninganna hel'ur tekjur af
eigin atvinnurekstri. Það cr varafor-
seti Alþýðusambandsin-.!'. Hinir
forustumennirnir eiga það sameigin-
legt að starfa ekki á neinum þeim
launakjörum sem þeir semja um á
vegum umbjóðenda sinna! Sameigin-
legur vettvangur þeirra hefur verið
Bandalag háskólamanna og
Stúdentafélagið í Reykjavík ásamt
Stjórnunarfélagi íslands. Sá er vett-
vangurinn, sem nú er farinn að sam-
eina stéttaandstæðurnar á íslandi!
Stétt með stétt í Stjórnunarfélaginu
og Stúdentafélaginu í Reykjavik!
Hvar finna menn fegurra mannlíf en
þar sem atvinnurekandi stjórnar
Alþýðusambandinu og launþegi
Vinnuveitendasambandinu? Þetta er
eins og lýsing á Paradís og því sælu-
ástandi sæmir að sjálfsögðu ekkert
minna en heildarsamflot. Ljónið
gælir við lambið eins og í aldin-
garðinum Eden forðum tíð.
En svo þurftu þessi Vestfirðingar
endilega að fara að éta af skilnings-
trénu!
Sighvatur Björgvinsson
alþingismaöur