Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 03.03.1959, Síða 3

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 03.03.1959, Síða 3
83 Fróðlegt er að gera sér grein fyrir í fyrsta lagi, í livaða mæli tilbúinn áburður hefur verið notaður á undanförnum áratugum. I öðru lagi, hver hlutföll hafa verið milli verð- mætu efnanna N, P og K í hinni árlegu si)lu. Yfirlitstaflan, sem fer hér á eftir, sýnir þetta. Þar er selt áburðarmagn reiknað í 5 ára meðaltölum í tonnum af hreinum efnum. Skýrslan er fyrir árabilið 1924—1958 að báðum þeim árum meðtöldum. Þá sýna þrír öftustu dálkar töflunnar, hvernig hlutföllin eru milli hinna einstöku verðmætu efna í áburðinum, einnig reiknað í hreinum efnum (N, P og K) fyrir köfnun- arefni, fosfór og kalí. Tölurnar eru byggðar á heildarsölu- skýrslum hvers árs. TAFLA I Meðaltal Tonn hreinna verðm. efna Hlutföll verðm. efna áranna N P K N P K 1924-28 72.5 14.2 8.8 100 20 12 1929-33 405.fi 74.9 162.3 100 18 40 1934-38 442.0 73.7 168.6 100 17 38 1939-43 634.6 86.1 134.1 100 14 21 1944-48 1383.4 196.3 177.6 100 14 14 1949-53 2636.4 491.5 832.8 100 19 32 1954-58 5620.0 1225.5 1538.0 100 22 28 Þessar tölur sýna, að notkun köfnunarefnis hefur hin þrjú síðustu meðaltalsthnabilin, eða í 15 ár, tvöfaldazt á liverjum fimm árum. Hliðstæð aukning er í notkun fosfórs og kalís. Séu hlutfallstölurnar aftur athugaðar, sést, að notkun fosfórs liggur fyrir öll tímabilin þannig, að efnismagn ha-ns er um og undir i/5 af köfnunarefnismagninu, og sveiflur eru litlar í hlutföllunum milli þessara efna yfir öll þessi 5 ára tímabil. Aftur á móti er hlutfallið breytilegra í notkun kalís fyrir þessi sjö meðaltalstímabil. Mesta meðaltalsnotkun móti 6*

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.