Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 03.03.1959, Page 10

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 03.03.1959, Page 10
lið, en hækkar nokikuð í e-lið. Allmiklar líkur eru því fyrir, að hlutfallið í áburðargjöfinni milli köfnunarefnis og kalís sé enn ekki orðið óhagstætt, þ. e. 132.8 kg kalí móti 180 kg köfnunarefni. Aukning fosfórsýrunnar í heyinu með þeirri vaxandi fos- fórsýrugjöf, sem liðirnir fá, er hlutfallslega lítil, sem getur gefið ábendingu um, að í öllum liðum séu fosfórskammt- arnir aðeins of lágir í hlutföllum við hin efnin. Caiciummagnið í heyinu er því nær hið sama í öllum lið- um tilraunarinnar, enda fær jarðvegurinn ekkert kalk með þeim áburði, sem notaður er í tilrauninni. I>að er ljóst, af því sem hér hefur verið lýst, að steinefna- innihald heysins vex með vaxandi skömmtum steinefnanna í áburðinum, enn fremur að hráeggjahvítan eykst hlutfalls- lega með hækkandi köfnunarefnisnotkun. Sterkar líkur eru fyrir því, að móti Í80 kg af hreinu köfn- unarefni séu 52.44 kg af hreinum fosfór (= 120 kg P205) of lítill skammtur til eðlilegs vaxtar fóðurjurta af grasaætt- inni í mýrar- og moldarjarðvegi. í öðru lagi er ástæða til að benda á, að það er lítt rann- sakaður þáttur, hvort það er áhættulaust að nota stóra áburðarskammta, án þess að jarðvegurinn fái endurnýjað kalkforða sinn. Að vísu er það svo, að nokkurt kalk fær jarð- vegurinn með búfjáráburði, þegar hann er notaður í rík- um mæli í nýræktirnar. Þess ber að gæta, að fyrir utan áhrif kalksins á sýrustig jarðvegsins, þá er kalk nauðsylegt jurtunum, til þess að þær hafi eðlilegan þroska, og kalk- skortur í heyfóðrinu kemur niður á búfénu við fóðrunina, þó segja megi, að veita megi því kalk í fóðurbætisgjöf og fóðursöltum.

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.