Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 03.03.1959, Blaðsíða 11
Kynbótaspjall
Eftirfarandi grein er í tveimur aðalþáttum. Fyrri hluti hennar er
lausleg þýðing á grein úr Norsk Landbruk, nóvember 1959, eftir dr.
Harald Skjervold, tilraunastjóra á Asi, þar sem hann markar kynbóta-
stefnu, er hann telur að fara eigi í sambandi við sæðingar. Greinin er
um margt merkileg og sjálfsagt fræðilega rétt. Má búast við, að þessari
kenningu verði haldið fram hér, og að hún eigi erindi til okkar og
geti verið framkvæmanleg hér að einhverju leyti, t. d. í sauðfjárrækt-
inni.
Síðari þátturinn eru svo hugleiðingar mínar um þessa kenningu, að-
stöðu okkar til að hagnýta hana í nautgriparæktinni og líkurnar fyrir
því, að við getum náð viðhlítandi árangri, þótt við af hagkvæmum
ástæðum verðum að fara nokkuð aðrar leiðir. Þetta ber ekki að skoða
sem gagnrýni á fræðilegu gildi greinar Skjervolds, heldur sem vörn og
rök fyrir því, að við verðum að fylgja nokkuð öðrum línum og þurfum
ekki að örvænta af þeim ástæðum. Vera má að það, sem á milli ber,
sé minna en virðast kann í fljótu bragði. — Ó. J.
I KYNBÆTUR OG SÆÐINGAR
eftir dr. Harald Skjervold (lauslega þýdd)
Sæðingar eru ein af nýjungum nútímans. Þær hófust í
smáum stíl í Dannrörku 1936 með sæðingu nokkurra hundr-
aða kúa, en eru nú orðnar algerlega ráðandi þar í naut-
griparæktinni. Eftirfarandi tafla sýnir fjölda og hundraðs-
hluta sæddra kúa í nokkrum löndum:
Fjöldi sœddra kúa %
Danmörk 1.500.000 90
Holland og Belgía 960.000 60
England og Wales 1.770.000 58
Svíþjóð 440.000 30
Bandaríki Norður-Ameríku 5.800.000 27
Eire (Írland) 136.000 26