Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 03.03.1959, Síða 22
102
skera, þar sem sú afurðaaukning, er fæst með kynbótum,
nýtist svo aðeins, að fóðrun og Jiirðnig sé bætt í samrasmi
við bana. Eigi afurðaheefni kúnna að nýtast, verður fúðrun
peirra og meðferð að sarnhœfast afurðagetunni. Þó má færa
líkur fyrir því, að afurðaaukningin hjá S. N. E. sé fyrst og
fremst kynbótalegs eðlis.
Þegar athugað er með hverjum hætti aukningin hefur
orðið sézt, að fyrstu átta árin, sem sambandið starfar, á eng-
in aukning sér stað, en næstu sex árin vex afrakstur kúnna
um röskar 2000 fe. Þá verður aftur kyrrstaða í átta ár, en á
tímabilinu frá 1952__1957 (6 ár) vaxa afköstin aftur um
röskar 2000 fe. Aukningin verður þannig öll á tveiimur sex
ára tímabilum og átta kyrrstöðuár á milli þeirra.
Þetta er einmitt það, sem vænta mátti, ef kynbætur, eins
og þær, er hér hafa verið reknar, eru undirrót afurðaaukn-
ingarinnar. Má þá ætla, að fyrra framfaraskeiðið megi að
verulegu leyti rekja til strangari úrvals í kúastofninum, en
unt var að gera meðan engar skýrslur voru til að byggja á,
en hið síðara má rekja til kynbóta, er orðið hafa við það,
að sæðingar voru upp teknar og meiri festa komst í nauta-
haldið.
Afurðaaukning, sem orðið hefði af bættri fóðrun og með-
ferð einungis, mundi hafa orðði jafnt og þétt en ekki í
stökkum.
Hér við bætist svo, að mesta nythæð fullmjólkandi kúa á
dag eftir burð hefur á því tímabili, er hér um ræðir, vaxið
á starfssvæði S. N. E. um 6—8 kg. Nú er hæsta dagsnyt til-
tölulega óháð heildarfóðruninni, en mjög háð eðlishneigð
kúnna til mjólkur, og er því ihækkun hennar allgóður vitnis-
burður um þær kynbætur, sem orðið hafa. Má því telfa víst,
að þótt bœtt fóðrun og úrval hafi átt nokkurn þátt í afurða-
aukningunni á starfssvæði S. N. E., hafa kynbcetur valdið
þar mestu um og má telfa árangurinn af þeim mjög góðan.
Annað dæmi má nefna: Skýrsla Sambands Sjálenzkra naut-
griparæktarfélaga 1958/59 sýnir, að frá aldamótum, eða í