Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 03.03.1959, Qupperneq 33
113
leiðsla komi til. Við getum tvímælalaust ræktað allmargar
tegundir grænmetis og berja, og þótt það yrði ekki stór lið-
ur í heildarframleiðslunni, mundi það þó auka fjölbreytn-
ina og svigrúmið í landbúnaðinum. Mundi ekki garðyrkja
geta verið mörgum nýbýling notadrjúg, meðan hann er að
koma fyrir sig grasrækt, byggingum og kvi'kfé. Um allan
heim mun það ein meginregla landnema að reyna í byrjun
að framleiða eins mikið og unt er af þörfum heimilisins
sjálfir. — Lifa sem mest á sínu.
Nú slkal ekki rætt meira um garðyrkju að sinni. Málið
mun að einhverju leyti hafa komið fyrir síðasta Búnaðar-
þing, og það er trú mín, að með vaxandi samstarfi Búnaðar-
félagsins og Kvenfélagasambands íslands muni því þoka
nökkuð fram á við, og að innan skamms fái það þann undir-
búning og þann grundvöll, er því er nauðsynlegur, sem er
myndarleg garðyrkjustöð, er veitt gæti bóklega og verklega
fræðslu á lengri eða skemmri námsikeiðum, og veiti þeim, er
vilja leggja stund á garðyrkju, nauðsynlegar leiðbeiningar
og plöntur til gróðursetningar og ræktunar. Það þarf stofn-
un, sem tekur upp hlutverk gróðrarstöðvanna gömlu, í
fullkomnara fonni og fullu samræmi við þarfir nútímans.
A bændaskólunum þarf áreiðanlega að leggja ríkari áherzlu
á þátt garðyrkjunnar í jarðraöktinni en gert hefur verið. Því
þótt fóðuroflun sé mjög mikilvæg í þessu landi, má engan
veginn slá slöku við að raökta þær jurtir, sem liægt er að
nota beint til fæðu án milligöngu búfjárins og í búnaðar-
háskólanum þarf að kenna verðandi ráðunautum að líta
ekki svo stórt á sig, að það sé ekki virðingu þeirra samboðið
að dútla við garðyrkjnleiðbeiningar.
Olafur Jónsson.
8