Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 03.03.1959, Qupperneq 36

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 03.03.1959, Qupperneq 36
116 næst á vegi mínum. Þetta er að mörgu leyti skemmtileg bók og fróðleg. Höfundurinn hefur gert sér far um að sjá og rannsaka sem mest af þeim fátæklegu og máðu minjum, sem útilegumenn hafa látið eftir sig hér á landi, og þetta gefur frásögninni líf og lit. Myndirnar eru margar góðar og skýringar glöggar. Það finnst mér mest að þessari bók, að niðurröðun efnis er með þeim hætti, að endurtekningar verða nokkuð miklar í ekki stærri bók. Að sjálfsögðu verð- ur niðurstaða höfundar sú, að mjög lítið hafi kveðið að útilegu samanborið við það, er þjóðtrúin vildi vera láta, og að Fjalla-Eyvindur eigi bróðurpartinn af þeim hreysum, er þeir hafa eftir sig látið. Allmörg mannvirki á öræfum verða þó ekki rakin til hans og eru hulin fullkaminni móðu, svo sem Surtshellir, byrgi í Hallmundarhrauni og rústir í Snjó- öldufjallgarði. Eitt finnst mér ástæða til að benda á, en það er sú mikla eyða, sem verður í sögu fjallaþjófa frá Gretti og fram á 16—17 öld. Má mikið vera ef engir fjallaþjófar, sem að kvað, hafa verið uppi á því skeiði. Að vísu eru til sagnir um hellismenn og þjófaflokk í Staðarfjöllum í Skagafirði, en heldur eru þau munnmæli óáþreifanleg og engin mann- virki hafa þeir síðartöldu látið eftir sig. Annars hafa rústir margra útilegumannahreysa sjálfsagt verið harla forgengi- legar, einkum þeirra, er gerð hafa verið að verulegu leyti úr torfi, og má því ætla, að mörg geti verið gersamlega af- máð. Undir gervitungli, eftir Thor Vilhjálmsson, er vel skrif- uð bók, hnittin, fjörleg og dálítið háðsk stundum. Höfund- urinn virðist þó gera sér far um að skrifa hlutlaust um það, sem fyrir augu ber. Það skal játað, að ég las bókina í flaustri og sökkti mér lítt niður í listrænar athuganir s'káldsins, sem eðlilega skipa mikið rúm í bókinni. Aðrar bækur sóttu á, svo ég hljóp yfir bétkina á hundavaði. Dómsdagurinn i Flatatungu, eftir Selmu Jónsdóttur, kom mér í hendur rétt fyrir jólin, og las ég hana í flýti, en þó nógu vel til þess, að ég náði að mestu röksemdafærslu
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.