Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 03.03.1959, Síða 39
119
Grafið úr gleymsku, eftir Árna Óla, er líka skemmtileg
aflestrar á köflum, en úrvinnslan lakari og -heimilda oft að
litlu getið og orkar margt tvímælis. Nefni ég sem dæmi, að
vísan alkunna: „Níu á ég börn og nítján kýr“ o. s. frv., sem
Árni Óla eignar séra Eiríki Magnússyni, Auðkúlu, er í
Huld I, bls. 65, hiklaust talin eftir Jón Jónsson prest á Stað-
arhrauni og Jón Halldórsson í Hítardal borinn fyrir því.
Hrakningar til Grænlands etc., virðist mér að efni til, mynd
meðtalin, samhljóða frásögn í nýlega útkominni íslands-
sögu Jóns Jóhannessonar II, bls. 338—354, aðeins ófull-
komnari. Þá þykir mér það ofrausn, að í báðum þessum
síðasttöldu bókum er frásögnin um Bardagann á Dýrafirði,
þótt hún nefnist Kjaftshögg og heiðursrnerki í þeirri fyrr-
nefndu. Einhver er orðamunur og frásögnin líklega ná-
kvæmari og ýtarlegri hjá Jóni. Hér við bætist, að ég er þess
sannfærður, að þegar mér bárust þessar bækur í hendur, var
ég nýlega búinn að lesa frásögn af þessum atburði, þótt ég
nú í svipinn geti ekki munað í hvaða riti hún var. Við
þessu er nú ekkert að segja, ef frásagnirnar eru í verulegum
atriðum frábrugðnar og bæta hver aðra upp, en hér uggir
mig, að munurinn sé mestur í umbúðum. Frásögn Jóns
Helgasonar fylgir heimildaskrá og met ég það mikils.
Að lokum vil ég geta þess um bókina íslenzkt mannlíf,
að þar er hlífðarkápan bundin með bókinni, svo sem vera
ber. Ég er satt að segja enginn aðdáandi þeirrar tí/.ku að
bruðla með imyndskreytta hlífðarkápu á hverri bók, en sé
svo gert og bókin er bundin og fæst oft ekki öðru vísi, þá
á hlífðarkápan hifclaust að bindast inn með bókinni. Ann-
að eru hrein spjöll, sem mikið af því vélbandi, sem hér er
boðið upp á, alltaf er. Því á að krefjast þess af bókaútgef-
endum, að þeir hafi jafnan, samhliða bundnum eintökum
af bókum sínum, óbundin eintök á boðstólum, handa þeim,
er bækurnar vilja kaupa en ekki vélbandið.
í sama klassa og síðastnefndar bækur er:
Hrakhólar og höfuðból, eftir Magnús Björnsson. Hún er