Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 03.03.1959, Síða 43

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 03.03.1959, Síða 43
123 undurinn sjálfur, sem er að tjá brot úr ævi sinni, gleymir sjálfum sér og hverfur ósjálfrátt og alveg á eðlilegan hátt inn í þetta undarlega samspil manna og málleysingja, verð- ur auðmjúkur þjónn samferðafólksins og búfénaðarins. Frá mínum bæjardyrum séð er Fílabeinshöllin góð bók og mikill skáldskapur. Að síðustu vil ég rétt aðeins nefna: Stephan G. Stephansson, eftir Sigurð Nordal. Ekki nefni ég þessa bók vegna þess, að ég ætli að ræða efni hennar, sem er vafalaust gott og listilega meðhöndlað, sem vænta má, en hér er ekkert eða lítið nýtt á ferðinni, heldur að mestöllu leyti endurprentun á ritgerð framan við úrval úr Andvök- um frá 1939. Hún sómdi sér prýðilega þar, en bæði of ágrips- kennd og stutt til þess að vera gerð að sérstakri bók, hvað sem því líður, að Andvökuúrvalið hafi selzt upp. Því þótt ritgerðin sé góð ætla ég, að sölunni hafi valdið fyrst og fremst ljóðin en ekki ritgerðin. í Andvökum er ritgerðin um 60 síður, en í þessari bók er hún teygð eins og hrátt kálfsskinn unz lnin þekur um 160 síður, en þetta tekst með því að gera blaðsíðumar nógu litlar og hafa nógu mikið af eyðurn og auðum blöðum. Ilókagerð af þessari tegund er mér hvimleið og þeirri hugsun hvarflar að mér, að þama sé fremur verið að verzla með höfund en það, sem hann ritar, og auðvitað er umbúðunum ætlað að láta efnið sýnast meira en það er. Ég nefni þetta af því, að þessi háttur á bókaútgáfu er orð- inn alltíður hér og nálgast oft hreint bruðl. Ber ekki lítið á þessu í ljóðabókum, einkum nýskálda, samanber verðlaun- aða ljóðabók Halldórs Péturssonar. Einhver sagði, að dýrt væri í henni orðið, og er sannmæli. Ekki sé ég að höfund- unum sé neinn greiði gerður með þessu yfirlæti, sem oftast er í engu samræmi við efnisgæðin eða í öfugum hlutföllum. Kaupendunum er stór ógreiði gerr. Bækurnar verða dýrari og þurfa óhæfilegt rúm í bókahillum.

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.