Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 03.03.1959, Page 45
125
ast góðu lífi og aldrei skorta efni, meðan gömul, alvarleg
og fræðileg tímarit berjast í bökkum eða dragast fram á
styrkjum. Fram hjá þessu skal þó gengið, en víkja heldur
að hinni eiginlegu bókaútgáfu, er mest kveður að síðustu
mánuði ársins, í bókaflóðimu svonefnda. Það Skal þó fram
tekið, að ég geng alveg fram hjá þýddum reyfurum. Af
þeim mun sízt vera meira hér en gerist og gengur annars
staðar, enda nóg af slíku rusli á erlendum málum í flestum
bókaverzlunum.
Þegar þetta er frádregið eru eftir þær bækur, þýddar eða
frumsamdar, er telja má að hafi eitthvert bókmenntalegt
gildi.
Meginstofninn í íslenzkri bókaútgáfu eru sagnfræðirit
eða rit í snertingu við sagnfræði, svo sem mannfræði, minn-
ingar og ævisögur, þjóðfræði, þættir og sagnir og því um
líkt. Þessar bækur eru svo fyrirferðamiklar, að ég gæti trú-
að, að þær næmu allt að þrem fjórðu af þeim bókum, er ég
hér ræði um. Bækiur þessar eru mjög misjafnar að gæðum,
einkum sumar sagnirnar og minningabækurnar, en um það
ræði ég ekki frekar.
Annar meginþáttur bókaútgáfunnar eru skáldrit, skáld-
sögur og ljóðabækur, innlent eða erlent. Þessi þáttur er
nokkur að vöxtunum, en sjaldan virðist mér þar mikið um
góða drætti, en játað skal, að ég les svo lítið af þessum bók-
um, að ég er lítt dómbær um uppskenuna í heild.
f þriðja lagi eru svo þær bækur, sem ekki verða færðar í
hina tvo flokkana og er hann lang fátæklegastur. Líklega
ber þar mest á ferðabókum og landfræðilegum bókum, en
bækur um önnur efni svo sjaldséðar, að þær drukkna alveg
í mergð framantaldra bóka.
Bókaútgáfan hér verður, þótt hún sé mikil að vöxtunum,
að teljast tiltölulega ein-hæf og fátækleg, og það sem eink-
um vekur athygli er furðuleg vöntun bóka um náttúrufræði
og hagnýt efni, þnátt fyrir margháttað nýnæmi, er slíkar
baakur gætu túlkað, sívaxandi þörf fyrir slíka fræðslu og