Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 03.03.1959, Side 47
127
sköpunarfrœði á íslenzkiu, með sérstöku tilliti til íslenzkrar
jarðmótunar eða landslags. Þá mætti einnig nefna Steina- og
bergfrceði. Því þótt þessi þáttur náttúrufræðinnar sé ekki
sérlega fjölskrúðugur hér, vefst það fyrir flestum, án leið-
beininga og leiðarvísa, að kunna viðhlítandi skil á honum.
Basaltið, aðalbergtegund okkar, er líka mjög afbrigðarík
og því þörf á að fá góða skilgreiningu á tilbrigðum þess. Eg
þyikist hafa orðið þess var, að margir hafa áhuga á þessu
efni, og er því ekki ósennilegt, að vel gerð bók um þetta
efni, með handhægum lyklum, litmyndum og skyggnimynd-
um, þætti góður fengur. Satt að segja er öll Lýsing Islands
og náttúru þess enn í molum, þrátt fyrir ágæt undirstöðurit
Þorvaldar Thoroddsens og fleiri manna og allnákvæmar
lýsingar einstakra svæða.
Þá má það kallast furðulegt, að hér í landi allra veðra og
þar sem flestir eiga allt sitt undir veðri og vindum, skuli
ekki vera rituð góð, alþýðleg Veðurfræði, því flestum mun
nú þýkja bók Björlings „Um vinda“, sem Þjóðvinafélagið
gaf út fyrir löngu síðan, ófidlkomin og úrelt. Ekki minnist
ég þess, að rituð hafi verið á íslenzku nein Þróunarfrœði,
engin Erfðafræði síðan „Ættgengi og kynbætur" Kölpin
Ravns kom hér út hjá Bókmenntafélaginu, þegar þessi
merkilega fræðigrein var í barnd(>mi og þannig má lengi
telja.
Nýjar fræðikenningar hafa orðið til, er valdið hafa bylt-
ingum í afstöðu okkar og skilningi á ýmsum náttúrufyrir-
bærum, efni og alheimi, án þess almenningur fái um það
fræðslu, nema lauslegt og oft óskiljanlegt hrafl. Má í því
sambandi nefna efni eins og Kvanta- og Afstæðiskenning-
una, Atómfræðina og Stjarnfræðina. Um allt þetta og margt
fleira er til fjöldi, ágætra, alþýðlegra rita á öðrum tungu-
málum og því auðvelt að velja bækur til þýðingar ef henta
þykir. Ekki er það þó vandalaust og veltur á miklu, að þeir
fjalli þar um, er vel kunna með að fara og þekkja efnið
nægilega.