Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 03.03.1959, Page 51

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 03.03.1959, Page 51
131 beiting þekkingar til úrlausnar á margháttuðum vafa- og vandamálum, og oft eru það fremur aðferðirnar, sem eru flóknar og torskildar, heldur en úrlausnirnar og árangurinn. Þá er eftir að fjalla um það atriði, hvort fræðimennimir hafi lítinn áhuga á því, að rita alþýðlegar fræðibækur, en því mun örðugt að svara og sjálfsagt er þetta háð ýmsu, svo sem því, hve hneigðir þeir eru til ritstarfa, hversu störfum þeim, er þeir fást við, er háttað og að lokum því, hvað það gefur í aðra hönd eða hvort slíkar baakur fást útgefnar. Af þessu öllu held ég, að hneigðin til ritstarfa og að fræða ráði alveg úrslitum og hafi ráðið úrslitum lijá okkar eldri náttúrufræðingum, svo sem Stefáni Stefánssyni, Þorvaldi Thoroddsen, Helga Jónssyni og Bjarna Sæmundssyni. Hin atriðin koma fyrst til greina, ef liina réttu driffjiiður og sköpunarþrá skortir. Nú vil ég enganveginn halda því fram, að fræðimenn okk- ar í náttúru- og raunvísindum ihafist lítið að og riti ekki um störf sín og rannsóknir, en sá er ljóðurinn á, að þeir rita ihelzt á erlendum málum, sem ekki eru tiltæk öllum al- menningi, og rit þessi eru varla á boðstólum og mætti jafn- vel segja að útkoma þeirra sé með talsverðri leynd. Það er auðskilið, að vísindamennirnir íslenzku kjósa að rita um rannsóknir sínar á tungumálum, er erlendir vísindamenn skilja, en hitt er torskildara, hvers vegna svo lítið er gert til þess að kynna þessi rit hér innanlands, þótt á erlendum tungum séu, því mörg þeirra eiga erindi til almennings engu síður en til erlendra vísindamanna, og málakunnáttu hér á landi ætti að vera orðið þannig háttað, að fjiilmargir gætu haft þeirra not. Eg hef áður vikið að því, að mikill fengur gæti verið, að fá þýddar á íslenzku ýmsar bækur um alþýðleg náttúruvís- indi og að sjálfsögðu væri það auðveldara en að frumsemja slíkar bækur. Þó eru þýðingar þeirra mikið vandaverk og verða efcki gerðar, svo vel sé, nema af góðum fræðimönnum í þeim greinum, sem bækurnar fjalla um. Mestur vandinn 9*

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.