Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 03.03.1959, Síða 52
132
er þó líklega að íslenzka orð og hugtök hinna nýju vísinda,
sem eru fjölmörg og hafa ekki enn, nema að litlu leyti, feng-
ið íslenzkan búning, sem eðlilegt er, meðan íslenzkar bók-
menntir um þessi efni vantar. Það var stórvirki á sínum
tíma að gera íslenzkt fræðiorðakerfi fyrir Flóru Íslands, en
hliðstæð verkefni bíða nú fræðimanna okkar í ýmsum öðr-
um vísindagreinum, svo sem atómvísindum og kjarnafræð-
um, ýmsum greinum jarðfræðinnar, stjarnfræði og mörgu
fleiru. Verði þetta ekki gert, verður þar óskemmtileg eyða
í íslenzku máli, og sú eyða verður ekki fyllt með nýyrða-
sköpun einni saman. Hin nýju fræðiorð og hugtakasam-
bönd verða að helgast tungunni með alþýðlegum bókmennt-
um.
- SÆÐING KÚA HJÁ S. N. E.
(Framhald af hls. 105).
Þegar skyggnzt er nánar í sæðingarskýrslurnar sést, að árangurinn er
nokkuð misjafn frá einum bæ til annars. Til eru bæir, þar sem flestar
kýrnar fá kálf við 1. sæðingu, en á öðrum bæjum sára fáar fyrr en eftir
endurteknar sæðingar, en þetta er líka mjög mismunandi frá ári til árs
og fer því fjarri, að frjósemi eða ófrjósemi séu landlæg fyrirbæri. Gefur
þetta grun um, að einhverjar ytri ástæður ráði miklu um þetta. Vafa-
laust getur bæði fóður, meðferð og afurðir valdið hér nokkru. Ekki
virðast sæðingarnautin valda nokkru teljandi um þetta. Því að svo
miklu leyti, sem það hefur verið rannsakað, virðist frjósemiprósenta
þeirra áþekk. Til er, að naut verða að meira eða minna leyti ófrjó, en
á sæðingastöð kemur það í ljós við rannsókn sæðisins og hefur því
engin áhrif á sæðingu kúnna. Þrátt fyrir þetta er ekki örgrant um, að
dálítið misjafnt haldi undan nautunum, en engin veruleg brögð virðast
að því.
Af kúm, sem teknar hafa verið til meðferðar sl. ár, hafa um 5%
ekki haldið. Nokkrar þeirra færast milli ára, örfáar hafa fengið við
nauti, en sumum hefur verið lógað, eftir að reynt hefur verið að sæða
þær mörgum sinnum. Þessar kýr eiga því drjúgan þátt í fjölda sæðinga
á kelfda kú, en reynslan sýnir, að oft fá kýr kálf eftir að hafa beitt upp
mörgum sinnum. Stundum verður þetta með læknisaðgerðum, sfundum
ekki.
Ó. J.