Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 03.03.1959, Side 54

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 03.03.1959, Side 54
134 sókna- og vísindastörfum landbúnaðarins. Þetta er þeim mun auðveldara, sem til hvorugrar þessarar stofnunar hefur enn verið lögð nokkur teljandi fjárfesting, er ekki fullnýttist hvar sem þessum stofnunum yrði valinn staður. Kem ég þá að þriðju spurningunni, sem ef til vill er veiga- mest og vandmeðförnust vegna þess, að enginn skyldi halda, að hann sé full dómbær um það hvað framtíðinni hentar, en þó ef til vill meira vegna hins, hve háðir við erum augna- blikinu, sem við hrærumst í, og persónulegum ástæðum og hentugleikum. Að sjálfsögðu gæti margt komið til greina og athugunar í þessu sambandi, en þó ætla ég að eitt verði veigamest og örðugast úr að bæta, ef illa tekst, en það er staðarvalið. Hvar á stofnunin að vera? Enn hefur ekkert komið fram, er örugglega hefur skorið úr um þetta. Helzt liafa verið til nefndir Hvanneyri og Reykjavík og má finna báðum stöðum nokkuð til foráttu og Reykjavík þó meira. búnaðardeildin, staðsett inn í Reykjavík, með jarðarafnot á sniipum hér og þar, ófullkomin og óhentug, er og verður hálfgerður óskapnaður og algerður óskapnaður, ef þar ofan á ætti svo að klessa niður búfræðideild sem undirdeild Há- skóla íslands. Þvílíkt kák og klastur gæti aldrei orðið til frambúðar. Það er afsakanlegt, þótt mennta- og rannsóknarstofnanir landbúnaðar séu staðsettar í borgum vegna þess, að borgim- ar hafa gleypt þær með tíð og tíma, en að setja slíkar stofn- anir niður í borg, ef annars er kostur, virðist mér hrein fjar- stæða. Hvanneyri hefur verið fundið það til foráttu, að hún væri of fjarri Reykjavík. Þetta er veigalítil ástæða, því hvort tveggja er, að fjarlægðin getur ekki talizt mikil og hennar mun smám saman gæta minna með batnandi samgöngum. Hins vegar er fjarlægðin of mikil fyrir þá, sem búa eða vilja vera búsettir í Reykjavík. Þá hefur því verið fleygt, að jarðvegur væri óhagkvæmur og einhæfur á Hvanneyri fyrir jarðvegs- og gróðurrannsókn-

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.