Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 03.03.1959, Page 56

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 03.03.1959, Page 56
136 rækt og búfjárrækt, og aðrar námsgreinar og undirbúningur eigi að miðast við það. Á þann hátt getum við fengið mennt- aða hér innanlands menn til alhliða landbúnaðarkennslu og leiðbeininga. Sérfræðinám og nám í öðrum greinum, er snerta landbúnaðinn, eins og skógrækt, mjólkurfræði, garð- yrkju, landbúnaðarverkfræði og dýralækningum, verðum við fyrst um sinn að sækja annað. Að sjálfsögðu eiga þessir menn að fá góðan undirbúning í náttúruvísindum, en í allmikið öðru formi heldur en venjuleg náttúrufræðideild við háskóla hefur, eins og náttúrufræðikennsla búnaðarskóla hlýtur að verða allmjög frábrugðin því, er tíðkast í menntaskólum. Þetta tvennt verður því ekki tengt saman. Það er mikið rætt um nauðsyn þess, að þeir, er leggja stund á landbúnaðarnám við háskóla séu stúdentar, og ekki skal ég gera lítið úr þýð- ingu þess, en ég legg þó meiri áherzlu á nauðsynlega undir- búningsþjálfun þeirra í landbúnaði, ekki aðeins við nám heldur einnig í starfi. Það er heldur óburðug persóna, há- menntaður búfræðikennari eða landbúnaðarráðunautur, sem ekki kann sæmileg skil og hefur nokkra æfingu í flestum þeim búnaðarstörfum, er tíðkast á hverjum tíma. Nú óttast ég, að stúdentsnám, að viðbættu búfræðinámi, sem inntöku- skilyrði ií búnaðarháskóla, valdi því, að hin praktiska bún- aðarþekking verði vanrækt, og því kunni að vera mikil nauð- syn, að búnaðarháskólinn hafi góða aðstöðu til þess að bæta úr þeim ágalla, en til þess hlutverks treysti ég illa búnaðar- háskóladeild í Reykjavík, þótt hún hafi einhver jarðarafnot út í sveit. Formælendur biinaðarliáskólanáms í Reykjavík gera mikið úr sparnaðinum, er því fylgi að staðsetja skólann þar. Eg fæ ekki komið auga á þann spamað. Húsnæði er ekkert til þar fyrir slíkan skóla mér vitanlega. Ekki er háskólinn af- lögufær. Húsmæðrakennaraskólinn var flæmdur þaðan vegna rúmleysis og verði nýjar deildir settar á laggirnar þar, svo sem náttiirufræðadeild, sem komið hefur til orða, þarf að byggja að nýju.

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.