Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 03.03.1959, Blaðsíða 59
139
Frá Búnaðarsambandi Vestur-FIúnvetninga:
Aðalbjörn Benediktsson ráðunautur.
Frá .Vkureyri:
Jón Rögnvaldsson ráðunautur.
Gestir fundarins voru: Árni Eylands, Árni Jónsson
tilraunastjóri og Sigurjón Steinsson bústjóri.
Á fundinum var ennfremur mætt stjórn Ræktunar-
félagsins, þeir Steindór Steindórsson, Jónas Kristjáns-
son og Olafur Jónsson.
4. Að loknu fulltrúatali hófst erindaflutningur. Fyrstur
tók til máls Grímur Jónsson ráðunautur og ræddi um
sauðfjárrækt:
Taldi hann að ráðunautar væru sammála um höfuð-
stefnur í sauðfjárræktinni, og þeim bæri að vinna með
lagni að því, að fá bændur til samstarfs um útrýmingu
á gisholda og háfættu fé. Vinna bæri að því að efla og
styrkja suðfjárræktarfélögin og taldi að þau ættu að
vera helzta undirstaða ræktunarstarfsins.
Ræðumaður benti á vandkvæði þau, sem eru á því
að notfæra sér tölulegar niðurstöður sauðfjárræktarfé-
lagaskýrslna á fundum. Heppilegra mundi vera að út-
búa línurit til sýningar með skuggamyndavélum á fund-
um í félögunum.
Að lokum benti ræðumaður á þann mikla mun, sem
er á afurðum einstakra fjárbúa. Verkefni ráðunautanna
væru á næstu árum að jafna þetta misræmi til almennr-
ar hækkunar.
5. Næstur tók til máls Ólafur Jónsson og flutti erindi um
nautgriparækt.
Ræðumaður ræddi um hið tvíþætta starf, sem naut-
griparæktarfálögin vinna að, þ. e. nautahald og skýrslu-
hald. Bar hann saman skýrsluhaldið hér og á Norður-
löndum. Taldi sýrsluhald okkar nákvæmara en hjá
grannþjóðunum, en nuðsylegt mundi að fjölga fitumæl-
ingum frá því sem nú er.