Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 03.03.1959, Blaðsíða 60
140
Aukaeftirlit það, sem nú tíðkast, taldi ræðumaður
varla ná tilgangi sínum. Taldi að breyta þyrfti kúa-
skýrslubókum og gera þær meðfærilegri. í bókunum
þyrfti að vera pláss fyrir línurit kúa yfir árið að því er
mjólkurmagn og fitu snertir.
Ræðumaður ræddi um notkun sveitanauta, sem
breyta þyrfti í betra horf með sæðingum. Benti á að í
Eyjafirði væri sæðingarstöð búin að starfa með góðum
árangri í 15 ár, og að meðaltali hefðu 70% kúa haldið
við fyrstu frjódælingu, enda færi notkun stöðvarinnar
vaxandi.
Að endingu minntist ræðumaður nokkuð á möguleika
fyrir útbreiðslu sæðingarstöðva, t. d. smástöðva í sveit-
um, sem strafað gætu í sambandi við sæðingarstöðina á
Akureyri, a. m. k. meðan vegir eru færir vegna snjóa.
Að loknu erindi Ólafs Jónssonar var tekið matarhlé
í eina klukkustund.
6. Að máltíð lokinni var lundi fram haldið. Hófust þá
frjálsar umræður út af þeim tveimur erindum, sem
getið er hér að framan.
Þessir tóku til máls:
Ingi Garðar Sigurðsson, Aðalbjörn Benediktsson,
tvisvar, Þórarinn Haraldsson, Haraldur Árnason, Skafti
Benediktsson, Egill Bjarnason, Ólafur Jónsson, tvisvar,
Pétur Pétursson, Sigurjón Steinsson, Grímur Jónsson og
Sigfús Þorsteinsson.
Umræður þessar fóru vel fram og skipulega, og komu
ræðumenn víða við.
7. Árni G. Eylands flutti erindi um landbúnað í Noregi
og skýrði frá helztu nýjungum á sviði véltækni við
hann. Ennfremur sýndi hann kvikmynd af vinnubrögð-
um með nýrri traktorsgröfu, vökvakúinni. Var erindi
hans allt hið fróðlegasta.
Þegar hér var komið, var dagur að kvöldi, og fundi
frestað til næsta dags.