Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1968, Page 7
9
hlutar fosfór eru fleiri en í punkti II, fæst meiri vaxtarauki
(vaxtarviðauki) en í punkti II. Bogalínan í mynd 5 er efsti,
kúpti hlutinn af nýtingarlínuriti með íhvolfan neðri hluta.
Túlkun plöntuefnagreininga er venjulega á jiessum hluta
línuritsins og á frjórri jörð einkum á línubilinu milli punkts
II og III, þar sem vaxandi fosfórmagn í uppskeru gefur vax-
andi uppskeru en minnkandi vaxtarviðauka.
Tölfræðilega flokkun tilraunagagna, eins og sýnd eru í
mynd 4 og 5, gerði Lundegárth á grundvelli: (1) jarðvegs-
þáttanna köfnunarefnis, fosfórs og kalíums. Vegna þess að
vaxtarauki og hundraðshlutamagn næringarefnis í plönt-
unni er háð (2) plöntutegund, var ákveðið, að sýnishornin
skyldu tekin úr toppnum af kornplöntum, og með tilliti til
(4) tímaþáttarins, í byrjun skriðs, en hins vegar var erfið-
leikum bundið að taka tillit til (3) veðurfarsins við túlkun
niðurstaðna.
Túlkun plöntuefnagreininga á þennan hátt krefst mikils
fjölda efnagreininga og tilheyrandi vaxtaraukatalna úr akur-
tilraunum. Liggi slík talnagögn ekki fyrir, má fara aðrar
leiðir við túlkun plöntuefnagreininga.
Svonefnd blettgreining (pletanalyse) fer fram á þann hátt,
að í byrjun vaxtarskeiðs er leitaður uppi blettur, þ. e. lítið
svæði á akrinum, þannig gert, að í miðjum blettinum er lé-
legur vöxtur, á svæði rétt utan við nokkru betri vöxtur og
á yzta svæði eðlilegur vöxtur. Vöxturinn er mældur með
ákvörðun þurrefnismagns og næringarefni greind, ef til vill
einnig efnasambönd, en sveifla í styrkleika þeirra í þurrefni
er háð næringarástandi plantnanna. Hér er átt við efnasam-
bönd eins og nítrat, amíð eða fríar amínósýrur.
Þvermál blettsins á að vera lítið, vegna þess að líkindin
fyrir því, að einn einstakur þáttur sé orsök breytilegs vaxtar
á hinum þremur svæðum, aukast með minnkandi þvermáli
blettsins. Svæðin þrjú, þar sem sýnishornin eru tekin, verða
að svara til þriggja punkta á einu og sama nýtingarlínuriti
eða styrkleikalínuriti fyrir eitthvert eitt næringarefni, til
dæmis fosfór.
Ef ofangreint skilyrði er ekki uppfyllt, getur túlkunin