Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1968, Side 14
16
sumra næringarefna — m. a. fosfórs — eins og hann mælist
í jarðvegi. Svo virðist, sem samhengið milli flæðihraða nær-
ingarefnisins í jarðvegi og magnsins af nýábornu, vatnsleys-
anlegu næringarefni, sem fallið hefur út í jarðveginum,
megi tákna með línuriti, svipuðu að formi og mynd 10.
Ástæðan er sú, að flæðistuðullinn (apparent diffusionskoeffi-
cient) fyrir til dæmis fosfór er í réttu hlutfalli við jafnvægis-
styrkleika fosfórs (3). Þar með er ekki sagt, að mæld rýmd
eða flæðihraði plöntunæringarefnis sé í réttu hlutfalli við
mældan jafnvægisstyrkleika.
Með notkun jafnvægisstyrkleika og annarra þeirra mæli-
kvarða, sem nefndir hafa verið, kemur samhengið milli
þessarra hugtaka og áborins næringarefnis oft fram í íhvolfu
línuriti (mynd 10). Form þessa línurits er grundvöllur þeirra
kenninga, sem settar hafa verið fram til skýringar á mis-
munandi lögun vaxtarlínurita úr tilraunum. Með mörgum
slíkum tilraunum hefur verið sýnt fram á, að þar sem sigma-
lögun vaxtarlínurita og nýtingarlínurita orsakast af hæfni
jarðvegsins til þess að binda viðkomandi næringarefni, þar
er lögun vaxtarlínuritsins upp að hámarki sigmalaga. Sigma-
lögunin er þeim mun meira áberandi, sem jarðvegurinn
bindur næringarefnið öflugar og í ríkara mæli, þ. e. (7) því
íhvolfari sem línan á mynd 10 er og því lægra sem hún ligg-
ur í hnitakerfinu.
Til þess að komast hjá misskilningi, má bæta því við, að
það virðast aðrar orsakir að sigmalögun vaxtarlínurita held-
ur en bindingur næringarefnisins í jarðveginum. Niður-
stöður úr tilraunum, þar sem lögun vaxtarlínurita hefur
verið rannsiikuð og í áburðinum hafa verið katjónir, sem
ekki eru bundnir með mikilli orku í jarðveginum, er bezt
að túlka með því að taka upp hugtökin rótarhömlun (rod-
blokering) og efnaskiptahömlun (stofskifteblokering). Lög-
mál þessara hömlunarfyrirbrigða virðast koma fram í línu-
ritum af svipuðu formi og mynd 10 (sjá 7). Öll þessi vanda-
mál er reynt að taka til nánari rannsóknar með gjöf höml-
unarefna (inhibitorer), sem hafa áhrif á efnaskipti plönt-
unnar.