Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1968, Side 26

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1968, Side 26
28 það frekar hér. Síðara atriðinu hefur hinsvegar verið mun minni gaumur gefinn og er það þó engu síður forvitnilegt. Vafalaust hafa allir heyrt talað um kýr, sem gátu torgað ótrúlega miklu stráfóðri og afköst margra kúa frá eldri tím- um, þótt þær fengju einvörðungu stráfóður, benda til hins sama. I seinni tíð heyrist minna um þetta rætt, enda alls staðar hætt að vega stráfóður handa kúm. Sú skoðun hefur nokkuð gert vart við sig, að sunnlenzkar kýr væru yfirleitt neyzlugrennri á stráfóður en þær norð- lenzku. Hér í Eyjafirði hefur verið talið, að fullorðin kýr ætti að geta nýtt það stráfóður, er nægði henni til viðhalds og framleiðslu á tíu kg af mjólk á dag, en það svarar til að hún verði að eta 14—15 kg af meðaltöðu á dag í innstöðu. Á Lundi mun það reynsla, að kvígur að fyrsta kálfi eti um 10 kg af töðu á dag. Sunnanlands hygg ég að þetta sé talið all fjarri lagi og kýr þar torgi yfirleitt ekki svona miklu stráfóðri. Sannast að segja veit þó enginn neitt með vissu um þetta lengur, síðan hætt var að vega heyið í kýrnar. Stóraukin kjarnfóðurgjöf, jafnt í tíma sem ótíma, hefur líka dregið úr stráfóðuráti kúnna, því eigi þær um það að velja að fullnægja fóðurþörf sinni með stráfóðri eða kjarnfóðri, taka þær flestar léttari kostinn. En þótt við vitum nú ógerla hvernig þetta er, þá vitum við að nokkru hvernig þetta var, því alllengi var stráfóður kúnna talið á kúaskýrslunum alveg eins og mjólk og kjarn- fóður. Vera má, að fóðrið, sem fram er talið á skýrslunum, sé ekki mjög nákvæmt vegið, en sjálfsagt ekki meira mistal- ið í einu héraði en öðru og ætti því að gefa nokkuð trúverð- uga mynd af ástandinu, þegar samanburður er gerður á stærri heildum. Á töflu þeirri, er hér fylgir, er slíkur samanburður gerð- ur milli 15 nautgriparæktarfélaga á Suðurlandi og jafn magra félaga á Norðurlandi árið 1931. Þetta ár er valið vegna þess, að þá má telja að starfsemi nautgriparæktarfé- laganna sé komin í nokkuð fast form, og þá er stráfóðrið ennþá vigtað almennt og nokkuð örugglega.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.