Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1968, Page 32
34
orðið, þegar túnin og taðan er aðallinn og engjarnar eru af-
ræktar að mestu.
Kalárin síðustu valda, að nú er mikið rætt og ritað um
kalið. Kröfur um rannsóknir á kalinu gerast háværar. Nokk-
uð virðist um leið bera á því, að bændur sjái þann kost
vænstan að bíða eftir vísindalegum niðurstöðum af slíkum
rannsóknum, og telji, að ekkert sé við kalinu að gera, fyrr
en slíkar niðurstöður séu fyrir hendi.
Ekki skal af því draga, að kalið verði rannsakað fræðilega,
og svo vel vill til, að efnilegur ungur búfræðikandidat
(Bjarni Guðleifsson) leggur nú fyrir sig slíkar rannsóknir
og stundar framhaldsnám i búvísindum á því sviði.
En gamalt máltæki segir: „Ekki eru allar syndir Guði að
kenna.“ Má ekki heimfæra þetta upp á kalið? Einn af reynd-
ustu tilraunamönnum vorum sagði 1964 um kalið: „Nú er
það svo, að kalið á sér margar orsakir, líklega flestar viðráð-
anlegar, en aðrar ekki.“ (Ó. ]., Ársrit R. N.). Það getur ver-
ið girnilegt fyrir vísindamenn að rannsaka kalið og jafnvel
að ráðast á garðinn þar sem hann er hæstur, að finna og
rannsaka þær orsakir kalsins sem eru óviðráðanlegar. Slíkt
getur haft vísindalega þýðingu. En er ekki miklu mest að-
kallandi að skilgreina þær orsakir kalsins, sem teljast verða
viðráðanlegar. Og er þá ekki hið fyrsta, það sem liggur mest
á, að vekja bændur og búnaðarmenn til vitundar um, að
verulegur hluti kalsins eru sjálfskaparvíti, að kalið kemur
oft og margsinnis af orsökum sem við verður ráðið með
rœktunarkunnáttu og forsjá? Hitt er svo annað mál, að sú
ræktunarforsjá getur reynzt ónóg og vanmegnug að verjast
kalinu í einstaka árum, þegar um þvert bak keyrir með kal-
hættuna. En slík áföll endrum og eins réttlæta enganveginn
að láta ógert að bæta svo ræktunarhætti, að kalinu sé ekki
blátt áfram „boðið heim“, jafnvel þegar kalhættan er minni
háttar, um tíðarfar og annað sem ekki er fyrirfram vitað.
Því verður ekki með rökum á móti mælt, að margt í rækt-
unarháttum á landi hér er nú svp fráleitt og svo mótað af
„óðagots- og hroðvirknisstefnu“, að ekkert má útaf bera
um tíðarfar, til þess að kalið geri vart við sig. Og það; er