Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1968, Qupperneq 33
35
ekki aðeins kalinu sem „er boðið heim“. Ágallar ræktunar-
innar koma fram á margvíslegan hátt og valda bændum
skaða og vandræðum. Hið fyrsta í „rannsóknum“ á kalinu,
á auðvitað að vera að vekja áhuga og skilning bænda á að
bæta úr augljósum göllum á ræktuninni, sem nú leiða til
kals og annars ófarnaðar. Og hér þarf stórbætta leiðbein-
inga-þjónustu. Ef til vill er hið réttasta að segja — þótt hart
sé — að fyrst þurfi að vekja skilning leiðbeiningamanna og
ráðunauta bændanna á þessum staðreyndum. Það tjáir ekki
lengur að loka augunum fyrir ljósum sannindum i þessu
máli. Mörgu af þessu er þannig farið, að í rauninni þarf eng-
ar rannsóknir til að vita hið rétta, aðeins skynsamlegar at-
huganir, síðar koma svo rannsóknirnar til og valda meiru til
úrbóta.
Nú er svo komið hjá ófáum bændum, að „gömul“ nýrækt-
artún, sem ræktuð hafa verið með tilbúnum áburði einum,
um alllangt árabil, og ef til vill við minni fróðleik um
áburðarval og notkun en vera ætti, eru hætt að spretta nema
með síauknum áburði, og það sem verra er, taðan af þessum
túnum reynist svo léleg, að ekki verður við unað. Hér er
sums staðar svo mikið pottur brotinn, að hlutaðeigandi
bændur hafa lagt slíkar nýræktir niður sem tún, hætt að
bera á þær, en í stað þess ræktað nýtt land, talið sér það hag-
kvæmara.
Nýlega átti ég tal við fyrrverandi stórbónda, sem í bónda-
tíð sinni þótti búa með snyrtibrag og hagsýni. Hann ræddi
þetta mál og lét svo um mælt, að það væri sennilega réttast
fyrir bændur að hætta alveg við gömlu, lélegu nýræktartún-
in, sem þeir fengju ekki annað en „dauða“ og lélega upp-
skeru af, þrátt fyrir mikinn áburðarkostnað, og rækta held-
ur nýtt land — ný tún — í stað þeirra.
Hvað skal segja um slíka stefnu i rœktunarmálum, og pd
nýrœktar-„pólitík“ sem veldur, að slík skoðun og stefna skít-
ur upp kollinum? Er ekki full ástæða til að ræða þær rækt-
unaraðgerðir og misferli í ræktunarmálum, sem leiða tii
slíks ófarnaðar?
í þáttum þessum mun ég víkja að nokkrum atriðum um