Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1968, Side 37
39
Kólnandi veðurfar og nokkur kalár undanfarið virðast
vera að ríða trúnni á sáðgresið að fullu. Bændur biðja um
rannsóknir á kalinu og um harðgerðari tegundir og stofna
af grasfræi. Jafnvel fræðimenn virðast halda að slíkt sé eina
lausnin. Það sé markmið og lausn að finna og framleiða fræ
sem gefi góða raun, góð tún og árvissa eftirtekju hvaða
harkatökum sem beitt er við ræktunina og meðferð tún-
anna. Er þetta rétt stefna? Nei, auðvitað er þetta vanhugsað
og endileysa. „Maður líttu þér nær“, það er ekki hægt að
hlaupa frá frumskyldunum við ræktunina, og nauðsyninni
„að skapa þeim gróðri hagkvæm skilyrði, sem rækta á“. Það
er meginreglan, þannig á að reyna nýjar frætegundir og nýj-
ar nytjajurtir, en ekki við harmkvceli og harkarœktun.
Vist er þörf á að rannsaka kalið, þá þætti þess sem ekki er
bersýnilegt, að við verði ráðið að nokkru, með skynsamleg-
um ræktunarháttum, sem vér vitum full deili á. Og víst er
þörf á jurtakynbótum og úrvali stofna. En hvaða vit er í
því að híða ár eftir ár og jafnvel tugi ára eftir torsóttum ár-
angri rannsókna og kynhóta og gera óraunhæfar kröfur um
þá hluti, en halda jafnframt og á meðan að sér höndum, um
umbætur á þeim ræktunarháttum sem nú tíðkast, þótt ber-
sýnilegt sé, að þeir eru stórgallaðir og um sumt fráleitir
þannig, að þeir jafnvel bjóða kalinu heim þegar illa árar.
Kali, sem ekki er verra en það, að eðli og uppruna, en að
það kæmi ekki til, ef túnin væru rétt og vel ræktuð. Vér
verðum að horfast í augu við þá staðreynd, að það er gælt
við kalið og því „boðið heim“ með „óðagots- og hroðvirknis-
stefnu“ og tökum við nýræktun túna mjög víða, og þá litlu
endurræktun sem á sér stað „vegna kals og þýfis“.
Með þessum hætti fæst engin rétt reynsla á því grasfræi
sem sáð er, né þolgæði gróðursins og gæðum töðunnar, sem
upp af því sprettur. Þannig er mjög verulegur hluti þeirra
klögumála sem tíðast heyrast, um ekki nógu harðgert fræ
og sáðgrös, um lélega töðu og vaxandi kal í túnum, byggð-
ur á alröngum forsendum.
Hér er um margt að ræða. Tilgangur minn er, sem fyrr
sagt fyrst og fremst að benda á nokkur atriði málsins, ef það