Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1968, Síða 40

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1968, Síða 40
42 Er þá komið að því sem stærst er á stykkinu, verkefninu stóra, sem ég hefi margklifað á bæði í ræðu og riti, það er að endurrœkta þúsundir ha af harkaræktuðum nýræktum frá síðustu áratugum, og gera þau tún að ræktaðri jörð og sómasamlegum vaxtarstað fyrir góð túngrös. Enn er þessu lítill sem enginn gaumur gefinn, jarðræktarlögin gera ekki ráð fyrir endurræktun túna nema „vegna kals og þýfis“. ()g mest er talað um að tœta kalsvæðin í túnunum til sáningar á ný. Jafnvel við setningu Búnaðarþings síðastliðinn vetur var minnt á það sem mikla nauðsyn, að til væri í hverjum hreppi traktor með tætara, til að vinna þetta verk fyrir bændur. Svo grunnt stendur hann enn víða skilningurinn á „vandamálum jarðræktarinnar“! En hörmulegast af öllu er þó hvernig bændaskólarnir halda að sér höndum í þessu máli, og gefa bændum alls ekkert fordæmi um endurræktun lélegra túna, þótt af nógu sé þar að taka. Timóteiið. — Tímóteiið (Vallarfoxgrasið), er viðurkennt sem ein hin bezta og gagnlegasta fóðurjurt, sem ræktuð er á Norður- löndum og þó miklu víðar um lönd. Sem kunnugt er vill nú svo vel til, að fáanlegt er fræ af góðum stofni af þessari ágætu túnjurt, þ. e. Engmó-Tímóteiið frá Norður-Noregi. Þetta hafa bændur notað sér í miklum mæli hin síðari ár. Nú munu vera allt að 50% af Engmó-fræi í þeim grasfræ- blöndum sem mest eru notaðar. Sumir bændur sá einnig tómu Tímóteii í flög sín. Þannig gætir þessarar grastegund- ar stórmikið í nýrri sáðsléttum mjög víða. En hvað vita bændur yfirleitt um túnjurt þessa? Hefir þeim ekki orðið fróðleiks vant um þá hluti? Margt bendir til þess. Tímóteiið vill hafa mat sinn og engar refjar, og það gerir kröfur til þess, að því sé sáð í ræktaða jörð, ef vel á að vera. En það greiðir líka vel fyrir matinn, og alveg sérstaklega vel fyrir búfjáráburð, hann er Tímótei-túninu kærkominn. Að fleiru þarf að hyggja, ef hinir miklu kostir þessarar fóður-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.