Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1968, Síða 43

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1968, Síða 43
45 verið rannsökuð vandlega með tilliti til ræktunar. Hér er eyririnn sparaður og krónurnar látnar fjúka, á þessu sviði sem fleirum. Hvað þetta hefir kostað bændur, landbúnað- inn og þjóðina alla, og kostar framvegis, verður víst seint reiknað. Það er mikið fé og mikið búnaðar-vanþekkingar afhroð, og mikið kal! Sannleikurinn er sá, að vandinn við ræktun mýranna er mikill og margvíslegur og mýrarnar mjög misvel fallnar til ræktunar. Hér er þörf mikilla rannsókna. Fyrir utan al- menn mistök má fullyrða, að töluvert af mjög vafasömu mýrlendi hefir verið tekið til ræktunar, mýrum sem hefðu að minnsta kosti átt að bíða um sinn. Þegar svo fer fram og þar við bætast lélegir og hroðvirkis- legir ræktunarhættir, er ekki ofsagt að kalinu hafi verið „boðið heim“ allvíða, þar sem ræktaðar hafa verið marflat- ar flóa-mýrar, án nægilegrar fyrirhyggju. Hér eigum vér langt í land til betri hátta. Höfum jafnvel enn eigi náð svo langt að læra að taka tillit til ráðlegginga Sveins Sveinssonar búfræðings, er hann setti fram 1874, svo sem greint var frá hér að framan. Meðan ekki er komið fót- um undir raunverulegar rannsóknir mýrasvœða, sem bænd- ur hyggjast taka til ræktunar, má alltaf búast við óvæntum áföllum við ræktunina og á mýratúnunum, þar á meðal kali, þótt eigi beri nema lítið út af, um tíðarfar og kal- hættu. Sem dæmi, um slík áföll, má nefna dæmið um bónd- ann með töðuna af 5 ha túninu, sem kýrnar vildu ekki líta við, sem sagt var frá hér að framan, þótt ekki væri tíðar- farinu þar um neitt að kenna.*) *) Ekki mun úr vegi að benda á, að sá maður á Norðurlöndum, sem nú mun einna tróðastur um rannsóknir á mýrlendi, er Norðmaðurinn Dr. Aas- ulv Löddesöl. Hann hefir ferðast víða um heim í þeim erindum, meðal ann- ars verið fenginn til Nýfundnalands og Tyrklands til að leggja á ráðin um rannsóknir og ræktun mýrlendis. Erfitt er að sjá, að íslenzkir búvísinda- menn minnkuðu sig mikið, þótt þeir fengju þennan mann hingað til lands, til þess að líta á mýrlendið og til skrafs og ráðagerða, um rannsóknir mýr- anna scm ræktunarlands. Mér er vel kunnugt, að þrátt fyrir mikið annríki liefði Dr. Löddesöl verið fáanlegur til slíkrar ferðar, ef rétt hefði verið eftir leitað, en slíkt hefir víst ekki komið til tals, hvað þá meira.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.