Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1968, Síða 44

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1968, Síða 44
Hvað sem öllu öðru líður, er þess sérstaklega að minnast um mýrarnar, að hvergi hefnir það sín freklegar heldur en við ræktun þeirra að hlaupa yfir forvinnslu og forræktun og sá grasfræi í óræktað land. Hversu mikið er ekki brotið á móti Guðs og manna lögum við ræktun mýranna! Áburðurinn. — Einhliða og óheppilegri notkun tilbúins áburðar er oft kennt um kal og misheppnaða ræktun nú orðið. Er þá sér- staklega rætt um óhóflega notkun köfnunarefnisáburðar. Þetta mun nú vera orðið viðurkennt og óumdeilt. Ekki verður hjá því komizt að telja að þetta sé sjálfskaparvíti. Ef til vill er einnig rétt að skilgreina þetta að nokkru sem freistingu, sem tilbúni áburðurinn hefir leitt bændur í. Honum hefir verið ætlað meira hlutverk en rétt er. Því sem átti að vinnast með heppilegri forræktun og vinnslu jarð- vegsins til frjósemdar, svo að hann yrði góður vaxtarstaður fyrir túngrösin, en var vanrækt að gera, var reynt að ná með því að bera öll ósköp á, af tilbúnum áburði. Er víst ekki of- sagt, að nú sé margur bóndinn að sprengja sig á þessu. Vanræktuð tún, þar sem jarðvegurinn hefir aldrei verið unninn til lífs og ræktunar, krefjast æ meiri tilbúins áburð- ar, ef pína skal upp úr þeim gras, svo að nú kemur jafnvel til mála að gefa upp slík tún og rækta önnur ný í staðinn. „Hvar eru lög sem banna?“ Með einhliða ákvæðum Jarð- ræktarlaganna er jafnvel ýtt undir slíka „þróun“. En það er fleira varðandi áburðinn og nýræktina sem kemur til greina. Bændur hafa neyðst til að rækta víða og mikið með tilbúnum áburði einum. Það hefir bjargað í bili og var oft réttmætt, ef það sjónarmið var haft fyrir augum að gera betur síðar. Og nú er sannarlega kominn tími til að gera sér ljóst, að það er lítt hugsanlegt að koma góðri og varanlegri rœkt í tún án notkunar búfjáráburðar. Og enn blasa við sömu sannindin: Hin harkaræktuðu tún, sem rækt- uð hafa verið svo afarvíða á undanförnum árum, komast ekki í raunverulega rœkt fyrr en þau hafa verið endurrækt-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.