Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1968, Síða 49
JÓN HJÁLMARSSON:
Búraunir og bjargvættir
Mig langar til þess að segja ykkur sögu, og þó er þetta í
rauninni ekki saga. Frásögn eða ævintýri væri sönnu nær,
en ég læt hvern og einn um það, að flokka þetta eins og hon-
um bezt líkar. En þetta er atburður, sem gerðist á heimili
mínu, Villingadal í Eyjafirði, sumarið 1956.
Villingadalur er hvorki í þjóðbraut né þéttbýli — nei öðru
nær — þetta er í rauninni öræfadalur, sem skerst suðvestur
í hálendið frá innstu byggð Eyjafjarðar. Umluktur er hann
hrikalegum fjöllum á þrjá vegu, en fyrir mynni hans liggja
ferlegir melhólar, sem byrgja útsýn til sveitarinnar. Yfir
þessa melhóla — I.eyningshólar eru þeir nefndir — liggur
vegurinn upp í dalinn. Brattur er hann og ósléttur og freist-
ar lítt ökumanna, enda tveggja kílómetra langur og einka-
eign dalbúanna. Segir það sína sögu um ásigkomulagið, því
kostnaðársamt er að leggja vegi og viðhalda þeim.
Þegar farið er eftir þjóðveginum inn Eyjafjörð, sést ekki
nema niður í miðjar hlíðar dalsins. Vaknar því oft sú spurn-
ing í hugum vegfarenda, hvað sé þarna á bakvið þessa hóla.
Hvers konar dalur þetta sé eiginlega, og stundum verður
forvitnin svo sterk, að ökumaðurinn beygir af þjóðveginum,
leggur á brattann og léttir ekki förinni, fyrr en komið er
upp í dalinn, ef að farartækið gefst þá ekki upp á leiðinni.
Frásaga sú, sem hér kemur á prenti var upphaflega skráð til flutnings
í útvarpi og varð enda þar svo vinsæl að henni var útvarpað aftur í þætt-
inum endurtekið efni. Nú finust mér þessi atburður, sem gerðist í Vill-
ingadal fyrir tólf árum, svo merkilegur og einstæður, að frásögn af hon-
um megi ekki í gleymsku falla. Bað ég því Jón bónda í Villingadal leyfis
að fá að birta umrædda sögu í Arsriti Ræktunarfélags Norðurlands.
Leyfði Jón það góðfúslega og kemur hér frásagan. — Ritstj.