Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1968, Side 51

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1968, Side 51
53 Er við hjónin höfðum lokið mjöltum um kvöldið, fórum við að athuga, hvort við gætum nokkuð gert fyrir kúna, en það var vonlaust, því hún bannaði ótvírætt allar aðgerðir. Stóð ég því ráðalaust á stéttinni, horfði á blóðlitaða mjólk- ina renna niður í básinn, reiknaði út skaða minn á eyfirzku mjólkurverði og bölvaði óláni mínu. Heyrðum við þá vélar- drunur og gengum út í fjósdyrnar, sáum við þá fólksbifreið renna í hlaðið og stigu þar út f jórir menn og ungiingsstúlka. Og sem fólk þetta hafði fast land undir fótum, sneri það til fjóss, enda stóðum við hjónin þar í dyrum úti. Þeir kynntu sig þegar: Guðmundur Karl Pétursson yfirlæknir Fjórðungs- sjúkrahússins á Akureyri, Jóhann Þorkelsson héraðslæknir Eyfirðinga, Sigurður Sigurðsson berklayfirlæknir og Vil- mundur Jónsson landlæknir. Stúlkan var dóttir berklayfir- læknis. Að kynningarathöfn lokinni hafði Guðmundur Karl orð fyrir aðkomufólki. Sagði, að hér væru engir aukvisar úr læknastéttinni á ferð og væri nú ráð fyrir sjúkt fólk á þess- um bæ að gefa sig fram, ef til væri, og mundi það hljóta skjótan bata. Ég var seinn til svars, því að hugur minn var svo mjög bundinn við mínar erfiðu heimilisástæður. Satt að segja fannst mér þetta meinleg örlög. Heima við fjósdyr mínar var staddur heill hópur af læknum, sem ég hafði ekk- ert með að gera, en Knútsen dýralæknir, sá eini maður, sem ég hafði nokkurn áhuga fyrir þessa stundina, var víðs fjarri. Mitt í þessum hugleiðingum heyri ég, að kona mín segir, sem svar við orðræðu Guðmundar Karls, að hér væri að vísu þörf læknis, en það væri bara dýralæknir, sem okkur van- hagaði um. Þeir spurðu, hvað-að væri, og sögðum við, hvað fyrir hafði komið. Þeir töldu, að þetta mundi vera mjög merkilegt rannsóknarefni og báðu okkur leyfis að ganga inn í fjósið og líta á spenann. Við leyfðum það góðfúslega, vik- um úr dyrunum og læknarnir gengu inn. Athuguðu þeir nú spenann vandlega, einkum Guðmundur Karl, og kváðu upp þann úrskurð, að dýralæknirinn yrði að koma hér hið bráð- asta. Þetta sagðist ég raunar hafa séð sjálfur, en dýralækni gæti ég ekki fengið, fyrr en á þriðjudagskvöld eða á mið- vikudag og ijósmóðirin vildi ekki gera við þetta. Þeir sögðn,
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.