Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1968, Qupperneq 57
59
afsannað ummæli sín og áhugaleysi varðandi kúna og at-
burðinn í sambandi við hana.
Jónas notaði myndina af Búkollu minni á mjög frum-
legan hátt. Hann bjó til jólakort, og límdi myndina þar á
og sendi hlutaðeigandi læknum ásamt nokkrum orðum og
innilegum jólaóskum. Auðvitað hefði ég átt að gera þetta,
en gat bara ekki dottið það í hug, en Jónasi er ég þakklátur
fyrir hugmyndina, því að það skapar skemmtileg endalok
sögunnar. Landlækni skrifaði hann á þessa leið: „Búkolla
í Villingadal sendir yður hér með mynd af sér ásamt kærri
kveðju og innilegri þökk fyrir þá ómetanlegu hjálp, sem
þér, ásamt þrem undirmönnum yðar veittuð henni, þegar
henni reið mest á síðastliðið sumar, er slys hafði að höndum
borið. Búkolla er nú orðin heil heilsu og gegnir hlutverki
sínu aftur eins og ekkert hafi í skorizt. Bréfritarinn sendir
yður hér með innilegar óskir um gleðileg jól“.
Undir þetta setti hann signet sitt, sem hann segir, að sé
lítt læsilegt, öllum, nema sjálfum sér. Þetta er að vísu ekki
rétt hjá honum, en þó virðist sem það hafi valdið landlækni
nokkrum heilabrotum, hvaðan þetta jólakort væri komið,
en er hann hafði leyst þá gátu, skrifaði hann Jónasi eftir-
farandi bréf:
„Með innilegu þakklæti fyrir óvenjulegt jólakort og
kveðju. Það hefur verið jólagetraun á heimili mínu frá
hvers stands persónu mér hefði borizt fágæt jólakveðja og
óvænt lausn vakið mikla gleði ungum og gömlum. Eg bið
fyrir alúðar kveðjur og beztu nýársóskir til fólks og fénaðar
í Villingadal. Viðkoman þar varð mér minnisstæðust úr
hringferð minni umhverfis landið á síðastliðnu sumri, enda
hafði ég orð á því, er heim kom, að á þeim eina stað hefði
ég viljað verða eftir.
Kortið er ekki eingöngu skemmtilegt, heldur er fregnin
um, hve vel tókst til um spena Búkollu, uppörvandi fyrir
mann í minni stöðu, sem er vanastur því, að það, sem í er
vasast og bezt á að duga, geri annaðhvort að stíflast eða leka.
Með beztu kveðjum og nýársóskum.
Vilmundur Jónsson".