Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1968, Síða 58
60
Þegar ég gaf mér tóm til að hugsa nánar um atburð þenn-
an, sá ég, að hann var harla merkilegur. Það mátti segja, að
þetta væri mjög einkennileg tilviljun eða ráðstöfun hjá for-
sjóninni, ef maður kýs heldur að orða það svo. Þarna lágu
saman svo margir þræðir, sem að lokum mynduðu eina
heild. I fyrsta lagi er þetta sá eini kýrspeni, sem svona hefur
farið í búskap mínum. í öðru lagi var dýralæknirinn fjar-
staddur einmitt um þessa helgi. í þriðja lagi mun það mjög
fátítt, að þessir fjórir læknar séu á ferð saman. í fjórða lagi
áttu þeir ekkert erindi í Villingadal, fannst bara, að þeir
yrðu að koma þangað. I fimmta lagi höguðu þeir orðum sín-
um þannig, að það gaf okkur beint tilefni til þess að segja
frá ástæðum okkar, sem okkur að öðrum kosti hefði aldrei
komið til hugar. I sjötta lagi var ekkert eðlilegra fyrir þá en
láta í ljósi samúð sína, kveðja síðan og hefði enginn maður
láð þeim það. En í þess stað kusu þeir að rétta fram hendur
sínar til hjálpar og taka á sig tímatöf og erfiði, til þess að
gera ókunnugum manni greiða. Eða var það kýrin, sem þeir
kenndu í brjóst um? Ef til vill var það þetta hvort tveggja,
en það skiptir í rauninni engu máli. Þetta var fallega gert,
af hvaða rótum, sem það var runnið. F.g dáist að því og það
munu fleiri gera.
Engin dæmi munu til í sögu þessa lands um, að skepna
hafi notið jafn virðulegrar læknishjálpar og kýrin mín, og
líklega mun tilviljunin aldrei leiða sama fjóra menn úr jafn
háttsettum embættum til læknisaðgerða á skepnu.
Að þessu leyti er því Búkolla mín frægust allra kúa í þessu
landi, eins og Jónas Kristjánsson komst að orði.
Landlæknir spurði mig, hvaða atburður hefði gerzt í þess-
um dal, sem frásagnarverðastur væri. Ekki gat ég svarað
þeirri spurningu, því að saga dalsins á liðnum öldum mun
hafa fallið í gleymsku jafnótt og hún gerðist. Sem sagt, ekk-
ert komið fyrir, sem hefur þótt þess vert, að það væri geymt
til næstu kynslóða, hvorki sérstakar náttúruhamfarir eða
stórfelld mannleg iirlög. Fólk hefur lifað þar og dáið, án
þess að sérstökum tíðindum hafi þótt sæta og virðist þar
enginn rísa öðrum hærra. Dalurinn á sér því enga sögu í