Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1968, Page 61
63
grösum og heilgrösum, sem uxu í misblautu landi. í fjórða
lagi var gerður samanburður á efnamagni heilgrasa og hálf-
grasa, sem spruttu annars vegar í mýri og hins vegar á ár-
fitjum.
Ingvi Þorsteinsson og fleiri hafa rannsakað mun á magni
ýmissa efna í úthagalöntum og einnig hafa þeir Ingvi og
Gunnar Ólafsson (1965 og 1967) rannsakað, hvaða jurtir
sauðfé velur sér til beitar.
II. Tilhögun rannsókna.
Grassýnin voru klippt með skærum. Gras í hvert sýni var
tekið á mörgum stöðum. Sýnin voru hreinsuð á rannsókna-
stofu, og síðan þurrkuð og efnaákvarðanir gerðar á þeim,
með aðferðum sem lýst er í fyrri hluta þessarar greinar.
Sýnin voru tekin á eftirtöldum stöðum:
1. A Hvanneyrarfit, um sjávarmál, á landi sem flæðir yfir
í stórstraumsflóðum.
2. í Grásteinsmýri á Hvanneyri, um 20 m yfir sjávarmáli
og 2 km frá sjó.
3. í Skorradal, um 60—80 m yfir sjávarmáli og 15 km
frá sjó.
4. Við Grímsá, um 30 m yfir sjávarmáli og 8 km frá sjó.
5. Við Geirsá, um 120 m yfir sjávarmáli og 17 km frá sjó.
6. Við Úlfsstaði í Hálsasveit, um 140 m yfir sjávarmáli og
27 km frá sjó.
7. Fyrir ofan túnið í Húsafelli, um 150 m yfir sjávarmáli
og 43 km frá sjó.
8. í Háubrekkum í Útfjalli, um 260 m yfir sjávarmáli og
43 km frá sjó.
9. í Drangssteinabrún efst í Útfjalli, 350 m yfir sjávarmáli
og í 43 km frá sjó.
10. í Bæjarskógi í Andakílshrepi, um 40 m yfir sjávarmáli
og 13 km frá sjó.
11. Á Ystafelli í S.-Þingeyjarsýslu, 23 km frá sjó.
Sýnum á Ystafelli var safnað af Jóni Sigurðssyni.