Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1968, Side 67
69
Snarrótin þroskaðist misfljótt eftir vaxtarstöðum. 20. júlí
var hún alls staðar skriðin nema í Hábrekkum og við
Drangssteinabrún. 14. ágúst var snarrótin alls staðar full-
skriðin nema á Hábrekkum og við Drangssteinabrún. 12.
október var snarrótin alls staðar hálfsölnuð.
Eins og sjá má á mynd 2 er enginn greinilegur munur á
fosfór- eða kalsíummagni snarrótar eftir hæð yfir sjávarmáli.
Sama niðurstaða fékkst við svipaða rannsókn í Noregi (P.
Solberg, 1964), þar var efnamagn í snarrót og fleiri grösum,
sem sruttu í 550—1000 m hæð yfir sjávarmál, rannsakað. Ef
grasið var tekið á svipuðu þroskastigi var munur á efna-
magni sömu tegundar lítill, þó að sýnin væru tekin úr mis-
munandi hæð.
VI. Efnamagn í heilgrösum og hálfgrösum, sem uxu í mis-
blautri mýri.
Árið 1961 voru hafnar rannsóknir á efnamagni í heilgxös-
um og hálfgrösum, sem spruttu á sama stað. Megintilgang-
ur rannsóknanna var að kanna, hvort bleyta mýranna muni
spilla efnamagni hálfgrasa með því að kæla og hindra rotn-
un eða hvort eðli og efnamagn hálfgrasa væri annað en heil-
grasa, þegar þessar jurtir spretta saman.
Rannsókn var gerð í Grásteinsmýri á Hvanneyri, sem
samkvæmt skilgreiningu Steindórs Steindórssonar (1964)
mun nefnast mýrastararklófífu gróðurhverfi. í henni voru
valdir tveir staðir til sýnatöku. Annar þar sem mýrin var
blaut og hinn á skurðbakka. Á báðum stöðum spruttu sömu
tegundir heilgrasa og hálfgrasa, en hlutdeild tegundanna í
gróðurhverfinu var ekki mæld. Mest bar á eftirtöldum teg-
undum:
Túnvingli (Festuca rubra), hálíngresi (Agróstis tenuis) og
hálmgresi (Calamagróstis neglécta) af heilgrösum og blástör
(Carex rostráta), klófífu (Erióphorum angústifolium) og
mýrarstör fCarex Coodenóughii) af hálfgrösum.
Það sem mesta athygli vekur á mynd 3 er að prótein (köfn-
unarefni) og fosfórmagn heilgrasa er öllu meira í bleytunni