Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1968, Qupperneq 72
74
lega er rætt í fyrri hluta þessarar greinar, enda fellur sjór á
landið. Natríummagn hálfgrasa í mýrinni er hins vegar
mjög lágt, svo og natríummagn í heilgrösum bæði á Fitinni
og í Grásteinsmýrinni.
Koparmagn í gulstör virðist vera hátt að vorinu. Þetta
kom varla i ljós í tilraun nr. 19—56, sem getið er um í fyrri
hluta þessarar greinar, enda var tilraunin venjulega ekki
slegin fyrr en í ágúst. Einnig geta hálfgrösin í Grásteinsmýri
talizt auðug af kopar.
Bæði í Grásteinsmýri og á Hvanneyrarfit fellur kalí í
gróðri eftir því sem á sumarið líður. En kalí í hálfgrösum og
heilgrösum er nokkuð svipað. Þegar kalímagn í gulstörinni
á Fitinni fellur þá eykst magn af natríum og kalsíum. Er hér
vafalítið um að ræða neikvæðar víxlverkanir milli kalís,
natríum og kalsíum ("E. V. Russell, 1961). Magníum er talið
fylgja áðurtöldum þremur efnum, en þessar niðurstöður
sýna ekki breytingu á magníum eftir árstímum.
Manganmagn gróðursins er mjög hátt á báðum stöðum,
það sama kemur fram um gróður á Hvanneyrarfit í fyrri
hluta þessarar greinar. Erlendis er algengast að mangan-
magn í gróðri sé 25—200 p. p. m. (D. C. Whitehead, 1966).
Hér á landi er þetta mun hærra í úthagagróðri og túnjurt-
um (Þorsteinn Þorsteinsson, Magnús Óskarsson, 1963). Það
er mjög athyglisvert að manganmagnið í heilgrösum virðist
hækka eftir því sem á sumarið líður, en manganmagnið í
gulstör lækka. Væri skemmtilegt, að þetta atriði væri rann-
sakað nánar.
Ef miðað er við sömu mánaðardaga virðist efnamagnið í
gróðri á Hvanneyrarfit og í Grásteinsmýri vera mjög svip-
að, ef natríum er undanskilið.
VIII. Spjall um niðurstöður.
Ljóst er, að steinefnamagn úthagajurta er mjög lítið nema
í hágróandanum, svo að furðulegt má telja að búfé skuli
hafa þrifizt í þessum gróðri öld eftir öld. Að vísu hafa rann-
sóknir sýnt (Ingvi Þorsteinsson og Gunnar Ólafsson, 1965)