Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1968, Síða 89
r
Ur gömlum ritum
AÐ TRÚA Á LANDIÐ.
í lok síðustu aldar reit Sæmundur Eyjólfsson eftirfarandi
pistil, sem tekinn er úr alllangri grein eftir hann og birt er
í Búnaðarritinu 1896. Sæmundur var prestlærður en hafði
mikinn áliuga á náttúru íslands og trú á ættjörð sína en á
slíku var nokkur misbrestur við síðustu aldamót. Ef til vill
er það ekki úr vegi að við lítum í eigin barm og hugleiðum
hver orð við höfum um fósturjörð okkar á síðustu tímum.
Síný sannindi felast oft í gömlum greinum og gef ég hér
Sæmundi orðið.
.... „ísland hefur verið ábúðarjörð íslenzku þjóðarinn-
ar í rúm þúsund ár. Fróðlegt væri að fá fulla vitneskju um,
hvernig þjóðin hefur farið með landið, hvort því hefur far-
ið fram eða aptur í höndum hennar, hvernig hún hefur
„selið ábúðarjörðina“ sína. Vjer skulum hugsa oss, að þessi
ábúðarjörð þjóðarinnar væri tekin út fyrir næstu fardaga.
. . . .Vjer getum að vísu eigi vitað til fulls, hvernig úttektin
mundi fara, en nokkra hugmynd getum vjer þó íengið um
það. Vjer vitum, hvernig nú er um að litast í landinu, og
vjer vitum einnig nokkuð, hvernig gróðri landsins hefur
verið varið áður á ýmsum tímum, að minnsta kosti á mörg-
um einstökum stöðum. En vjer þekkjum einnig margt ann-
að, er vjer vitum, að lilýtur að hafa haft mikil áhrif á með-
ferð landsmanna á landinu.
Framför landsins og apturför er háð algerlega sömu regl-
um sem framför og apturför einstakra jarða. Jörðunum fer
ýmist fram eða aptur, eptir því hverjir á þeim búa. Það fer
eptir því, hvort ábúendurnir eru duglegir menn eða eigi,
og hvort þeir bera ræktarsemi í brjósti til ábúðarjarðar sinn-