Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1945, Page 10

Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1945, Page 10
10 LANDSBÓKASAFNIÐ 1944 Lestrarsalur . Útlán Lestrarsalur safnsins var opinn, eins og að undanförnu, frá kl. Fjárhagur. Húsrúm 1—7 síðdegis. Samkvæmt gestabók safnsins var tala gesta í lestrarsal 10015. Lánuð voru í lestrarsal 23250 bindi prentaðra bóka. Útlánssalurinn var opinn kl. 1—3. Lánuð voru út úr safninu 6555 bindi. — Dregið hefur úr útlánum bóka á síðari árum, einkum skemmtibóka. Orsök þess mun sú, að síðan styrjöldin hófst hefur eigi verið unnt að afla bóka á Norðurlandamálum, en þó að enskukunnátta sé nú almennari en áður, eru Norðurlandamálin flestum notend- um safnsins tamari. Nokkru mun og valda aukin notkun bæjarbókasafnsins. Léttir það mjög á Landsbókasafninu, að menn eigi greiðan aðgang að skemmtibókum annars staðar. Meðan eigi var í önnur hús að venda en Landsbókasafnið um bókalán, þótti eigi hjá því komizt að það viðaði að sér nokkru af léttum skemmtibókum. Nú gerist þess síður þörf og gæti jafnvel komið til mála að það afhenti bæjarbókasafninu nokk- uð slíkra bóka. Hlutverk Landsbókasafnsins verður fyrst og fremst að sjá fræði- mönnum og vísindamönnum fyrir góðurn bókakosti, auk þess sem það á að vera örugg- ur geymslustaður allra íslenzkra rita og hafa þau jafnan tiltæk til notkunar í lestrarsal. Fjárhagur safnsins hefur jafnan verið þröngur og hamlað mjög viðgangi þess og vexti. Launakjör starfsmanna þess hafa einnig verið óviðunandi og gert þeim ókleift að gefa sig óskipta að starfinu. Nú hefur verið bætt úr hvorutveggja svo myndarlega, að Alþingi og stjórn er sómi að. Verður nú auðveldara en áður að kaupa höfuðrit erlend, sem einstökum fræðimönnum er ofvaxið að eignast, en nauðsynlegt er að til séu í stærsta bókasafni landsins. — Þá hefur stjórnin gert ráðstafanir til þess að skinna upp hið stílfagra hús Landsbókasafnsins, sem nú er orðið nær 40 ára gamalt, en er þó og verður jafnan hin mesta bæjarprýði, sé því sómi sýndur. Hús þetta var upphaflega ætlað Landsbókasafninu og Þjóðskjala- safninu, en tveim öðrum söfnum, Þjóðminjasafninu og Náttúrugripasafninu, fengið þar húsnæði til bráðabirgða. OIl þessi söfn vaxa ört, og síðustu 20 árin hafa þrengsli aukizt svo í húsinu, að ekkert þessara safna hefur notið sín til fulls. Nú er svo komið í Landsbókasafninu, að þúsundir bóka verður að geyma í kössum eða hlöðum, og svo er á skipað í hillurúmi þess, að eigi er unnt lengur að koma fyrir nýjum bókum nema rýma fyrir þeim á þann hátt, að setja hinar eldri og úreltari í kassa og hlaða saman meðan gólfpláss þrýtur ekki gersamlega. Þetta er hið mesta neyðarúrræði, eins og gefur að skilja, því að með þessum hætti er raunar alltaf verið að flytja bækur úr réttum stað í rangan. Þegar húsrúm eykst af nýju verður geysileg fyrirhöfn að koma öllu í rétt horf. En safnið skortir eigi aðeins geymslurúm fyrir bækur. Brýn nauðsyn er að fá hentug vinnuherbergi fyrir starfsmenn safnsins, spjaldskrárherbergi, sér- lestrarstofur, rúm fyrir sýningar, fyrir tæki til að gera filmur eða aðrar eftirmyndir handrita og bóka o. s. frv. Nú mun vera ákveðið að reisa hús handa Þjóðminjasafninu á næstu árum og annað handa Náttúrugripasafninu. Þyrfti vegna safnanna allra að hraða þeim framkvæmdum sem mest. Rýmkast mun þá um Landsbókasafnið í bili, en eigi verður þess langt að bíða að hugsa þurfi fyrir viðbótarbyggingu handa safninu. Svo vel vill til, að rúm er fyrir myndarlegt hús á lóð safnsins, og einnig auðvelt að

x

Árbók Landsbókasafns Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Landsbókasafns Íslands
https://timarit.is/publication/279

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.