Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1945, Síða 11

Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1945, Síða 11
LANDSBÓKASAFNIÐ 1944 11 koma þar fyrir neðanj arclargeymsluni. ef henta þætti. Þyrfti fyrr en síðar að fá hæfa menn til að gera tillögur um, hvernig þeirri byggingu yrði bezt fyrir komið. Það fer vel á því, að Þjóðbókasafn íslands hafi aðsetur sitt á Arnarhólstúni, enda myndu fáir kjósa því annan stað fremur. , ^ Meðal margra aðkallandi verkefna í safninu er samning og út- Islenzk hokeskrci . r , * *n i. -i í * 'n gata tullkonnnnar íslenzkrar bokaskrar. bæmir ílla bokaþjoo- inni, að slík skrá skuli ekki vera til. Nú eru horfur á, að úr þessu verði bætt á næstu árum. Hefur Alþingi veitt byrjunarstyrk til verksins og er undirbúningur þegar haf- inn. Eigi má þó vænta þess, að skráin verði prentuð fyrr en eftir nokkur ár, því að verkið er bæði vandasamt og torsótt, en mikils um vert, að skráin verði vel úr garði gerð. Mjög mikilsverðan stuðning veita hinar ágætu skrár Halldórs prófessors Her- mannssonar um Fiske-safn, en svo sem vænta má, vantar það safn fjölda bóka og ritlinga, einkum frá síðari árum, sem Landsbókasafnið á. Tekin hefur verið upp sú nýbreytni að minnast merkra afmæla Syningar skálda og rithöfunda, tímamóta í íslenzkri bókagerð og prentsögu með þeim liætti að efna til bókasýninga í safninu. Sumarið 1944 voru liðin 100 ár frá því að prentsmiðja tók til starfa í Reykjavík. Var þessa afmælis minnzt með þeim hætti, að komið var fyrir í sýningarkössum fyrstu bókunum, sem prentaðar voru í Reykjavík haustið 1844 og síðustu Viðeyjarbókum frá sama ári, en Viðeyjarprent- smiðja var flutt til Reykjavíkur sumarið 1844. Til samanburðar voru svo sýndar nokkrar bækur úr Hólaprentsmiðju frá árinu 1744, eina íslenzka bókin sem til er frá 1644, Þorláksbiblía, fyrsta prentuð bók á íslenzku, Nýja testamentið í þýðingu Odds Gottskálkssonar, sem prentað var í Hróarskeldu 1540, og loks nokkrar íslenzkar bækur frá árinu 1944, þar á meðal ýmsar prentminjar frá stofnun lýðveldisins. Hinn 13. desember 1944 voru 200 ár liðin frá fæðingu Jóns skálds Þorlákssonar á Bægisá. Voru þá sýndar með sama hætti allar útgáfur af verkum hans, nokkur sýnis- horn af eiginhandarritum skáldsins og það sem til náðist af því, er um hann hefur verið ritað og verk hans. Sýningar þessar stóðu nokkra daga og voru vel sóttar. Æski- legt væri að hafa sérstakt rúmgott herbergi fyrir tækifærissýningar af þessu tagi, en eins og nú er háttað um húsrúm í safninu, er örðugt að koma slíkum sýningum við. Landsbókasafnið hefur gefið út ritaukaskrár óslitið frá árinu Árbókin 1887 til 1943. Taka þær yfir allar bækur og ritlinga, sem safnið hefur eignazt á þessu tímabili. Skrár þessar hafa venjulega komið út á hverju ári. Þó kom í einu lagi skrá um ritauka áranna 1918—1924, og tvívegis hefur komið út skrá um ritauka tveggja ára saman (1916—1917 og 1940—1941). Á árinu 1944 varð erlendur ritauki með minna og einhæfara rnóti vegna margvíslegra örðugleika á öflun bóka frá útlöndum. Þykir ekki taka því að prenta skrá um hann að þessu sinni. Sú breyting er nú á orðin, þegar þetta er ritað, að styrjöldinni í Evrópu er lokið og sam- göngur við Norðurlönd um það bil að hefjast. Á safnið því í vændum mikinn rit- auka á Norðurlandamálum og er fyrirhugað að prenta í einu lagi skrá um erlendan
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Árbók Landsbókasafns Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands
https://timarit.is/publication/279

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.