Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1945, Page 55

Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1945, Page 55
LANDSBÓKASAFNIÐ 55 nefna dæmi þess, að handrit hafa misfarizt hjá honum, en verið hefir það í flutning- um staða í milli. Laust eftir 1900 barst landsbókasafninu frá Odda handrit eitt mikil- vægt (frumrit síra Jóns Halldórssonar í Hítardal að sögum Skálholtsbiskupa eftir sið- skiptin, eða mikill hluti þeirra). Hefir það orðið eftir í Odda, er Steingrímur varð hyskup og fluttist að Laugarnesi. Þetta olli því, að fyrsti hluti byskupssagna síra Jóns, þær er sögufélagið lét frá sér fara, er ekki birtur eftir frumriti, og urðu umsjármenn þeirra síðar að setja lagfæringar eftir þessu handriti. Viðgerð fór fram á dómkirkjunni veturinn 1847—8, og varð þá að flytja safnið í bili í bænasal (hátíðasal) latínuskólans. Stöðvaði þetta að mestu leyti starfsemi bóka- safnsins, með því að hlaða varð upp bókunum yfirleitt með lítilli skipan, og dró til þess húsnæðisskortur. Það kom í ljós, er bókasafnið var aftur (1848) flutt á dómkirkjuloptið, að þá þurfti sérstakan mann til þess að raða upp bókunum. Stjórnarnefnd safnsins réð til þessa verks Jón stúdent Árnason, sem síðar varð frægur af þjóðsagnasöfnun sinni. Hann tók þetta að sér jafnframt því að semja nýja bókaskrá, og skyldi hann hafa í þóknun 100 rd. Þessu fylgdu nánari skilmálar. Var merkast í þeim, að stjórn safnsins réð Jón Árnason framvegis fastan bókavörð í safninu, og skyldi hann hafa í árskaup 30 rd. Þetta mun nú þykja heldur lágt kaup, en gæta verður þess, að starfskröfurnar voru ekki háar. Bókavörðurinn skyldi vera í safninu eina klst. á viku að vetrarlagi og tvær klst. á viku að sumarlagi, gera skrá um þær bækur, sem bættust safninu árlega, en fá þó aukaþóknun, ef bækur, sem við bættust, færu fram úr hundraði. Hefir þetta kaup, þegar vel er að gáð, verið svipað því sem stundakennarar fengu þá í latínuskólanum. Þetta sama ár hurfu stiftisyfirvöldin að öllu úr sjálfri bókasafnsstjórninni, en hún hlaut vitanlega að lúta þeim að öðru leyti. Þar hefst nýtt tímabil í sögu safnsins, er Jón Árnason kemur til sögunnar. Þá fær safnið í fyrsta sinn fastan starfsmann, þó að laun væru lág og hann gæfi stofnuninni meira en til var ætlazt af starfstíma sínum. Fyrsta verk hans var að ljúka við bóka- skrána, og var því fulllokið 1850. Reyndist safnið þá 5298 bindi, og voru þar fyrir utan 435 aukabindi. Jón Árnason vakti smám saman máls á ýmsum umbótum, þótt varlega færi í sak- irnar. Hann reyndi að fá bókasafnsstjórnina til þess að kaupa til safnsins nokkur merk tímarit útlend, en ekki var því sinnt fyrst um sinn. Hann reyndi og að auka safnið að íslenzkum bókum, sem í vantaði, og hvatti til betra eftirlits með skilum skyldueintak- anna frá prentverkinu, sem þá var orðið landsprentsmiðja. Árið 1852 kom mikil, gjöf frá Svíaríki, 494 bindi. Stóð fyrir þeirri bókasöfnun yfirbókavörðurinn í konungs- bókhlöðunni í Stokkhólmi, Jóhann E. Rydquist. Sama ár hóf Smithsonian Institution, Jón Arnason

x

Árbók Landsbókasafns Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Landsbókasafns Íslands
https://timarit.is/publication/279

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.