Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1945, Qupperneq 66

Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1945, Qupperneq 66
66 PÁLL EGGERT ÓLASON Yfirleitt gekk bókasafnsstjórnin þessi ár vel fram í handritakaupum. Árið 1902 voru keypt handrit, sem átt hafði síra Friðrik Eggerz, en mest munaði þá um handrit Flateyjarfélagsins eða framfarafélags Flateyjar, þ. e. rit og uppskriftir Gísla Kon- ráðssonar; var kaupverð þeirra 800 kr., og skyldi greitt með 100 kr. árlega, vaxtalaust. Árið 1904 var keypt handritasafn Dr. Jóns þjóðskjalavarðar Þorkelssonar, allmikið að vöxtum. Voru merkustu handritin fengin frá síra Arnljóti Olafssyni í Sauðanesi (sum komin til hans frá Hólum í Hjaltadal), frá Árna kaupmanni Thorlacius í Stykkishólmi og úr dánarbúi síra Eiríks Kúlds. Kaupverðið var 8000 kr., greitt af safninu með víxli, en 1000 kr. á ári veittar til þess af alþingi. Síðar á sama ári voru keypt til safnsins handrit Dr. Jóns rektors Þor- kelssonar fyrir 180 kr. Árið 1906 festi stjórnarnefnd safnsins kaup á handritum Sighvats Gr. Borgfirðings, með þeinr hætti, að hann skyldi fá að halda handritum sínum ævilangt og fá ^°n Þi^skj.v. Þorkelsson í lífeyri beint frá bókasafninu 350 kr. á ári. Vafalaust mun og stjórn safnsins hafa stutt að því, að sami maður fekk hækkaðan styrk frá alþingi til þess að semja prestasögur. Handrit Sighvats voru skilvíslega afhent landsbókasafni við lát hans (1930). Er það talsvert safn, 177 bindi, mest uppskriftir sjálfs hans, og eru þær af ýmsu tægi (kvæða-, sagna- og rímnasöfn og ættfræðibækur). Rithönd hans er að vísu heldur luraleg, en þó sæmilega læsileg nema síðustu ár ævinnar, er skjálfti og titringur í höndum gerði skriftina mjög ógreinilega. Mikilsverðast og merk- ast ritverk þar eftir sjálfan hann er prestasögur hans (bundnar inn í 22 bindi), tíndar upp úr eldri prestasögum og presta- tölum, en auknar eftir föngum úr skjölum og öðrum gögnum, sem höfundurinn fekk til náð. Má kalla það verk ævistarf höf- undar og til mikilla nytja þeim, sem nota þurfa, þó að varasamt sé allvíða, einkum í ættrakningum, sem vænta má. Sama ár (1906) festi bókasafnið kaup á handritum Jónatans Þorláks- sonar á Þórðarstöðum í Fnjóskadal. Eru þau allmörg og sum merk (einkum þau er varða ættvísi). Kaupverðið var 500 kr., lukt ári síðar. Árið 1904 andaðist Willard Fiske, en hann hafði um fjölda ára verið einn af aðalstuðningsmönnum safnsins. Einkum þyk- ir mjög kveða að skákbókasafni því, er hann sendi landsbóka- safninu að gjöf, og eru í því ýmsar mjög sjaldgæfar bækur. í arfleiðsluskrá sína setti hann og fyrirmæli um að gefa landsbókasafninu mikla bókagjöf, samtals 2468 bindi, að mestu úrvalsrit. Hinn kunni danski lögfræðingur, Henning Matzen, lét árin 1901—6 að gjöf til safnsins allmargar bækur, einkum varðandi lögfræði, stjórnvísi og hag- Jón rektor Þorkelsson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Árbók Landsbókasafns Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands
https://timarit.is/publication/279

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.