Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1945, Síða 73

Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1945, Síða 73
LANDSBÓKASAFNIÐ 73 Þorvaldur Thoroddsen að gjöf frá háskólabókasafninu í Osló (með tilstyrk Thors Ödegaards) 307 bindi og 225 bindi ári síðar, en gjafir þaðan héldust einnig fram að styrjöld. Arið 1928 kveð- ur mest að gjöf Dr. E. Munksgaards, bóksala í Kaupmannahöfn (483 bindi) og að auk mikið safn af sérprentunum, sem átt hafði C. J. Salomon- sen prófessor og mest varðar náttúrufræði (40 hylki og böggl- ar). Hefir Dr. E. Munksgaaard jafnan síðan verið stuðnings- maður landsbókasafnsins. Á þjóðhátíðinni 1930 gaf sænska ríkisþingið alþingi mjög vel hirt og bundið safn (yfir 1000 bindi), og var því þegar komið fyrir í landsbókasafninu (haft þar sér í stofu). Næstu ár fram að styrjöldinni bárust safninu árlega stórmerkar bækur að gjöf frá sænskum manni, sem ekki vildi láta nafns síns getið. Árið 1936 gaf frú Elisabet kennari Göhlsdorf í Reykjavík safninu 450 bindi og Halldór prófessor Hermannsson 124 bindi, en næsta ár komu frá Olafi lyfsala Fin- sen í Hellerup 214 bindi. Árið 1938 gaf safninu George Jorcks, umboðsmaður Islands og Danastjórnar í Monaco, 225 bindi mjög dýrra og merkra vísindarita. Enn fremur á árunum 1940 og síðan bárust safn- inu að gjöf mjög margar merkar bækur frá enskri stofnun, British Council í Lundún- um. Loks gaf Bandaríkjastjórn árið 1942 öll rit forsetans George Washingtons og ýmis merk rit upp frá því. Við styrjöldina miklu, sem enn stendur, lokaðist íslandi meginland Norðurálfu, svo að síðan hafa saíninu ekki bætzt bækur þaðan. Hefir það ráð verið tekið, að lagt hefir verið fyrir það, sem gengið hefir af fjárframlögum al- þingis til bókakaupa, og er svo fyrir ætlazt, að því fé verði varið til bókakaupa síðar, er friður er á kominn. Bókasafnið nam 1918 (er haldin var minningarhátíð þess) nálægt 100000 prentaðra binda, en nú um 157 þúsund, sem getið var. Fastasjóður safnsins var 1918 10500 kr., nú 14 þús. kr. Fjárframlög frá alþingi voru 1918 26820 kr., en 1944 200- 300 kr., en eru í rauninni hærri til launa starfsmanna vegna verðlagsbóta. Á lestrarsal 1916 voru léð 28746 bindi, en gestir þar voru 15527. Út úr safninu voru þá léð 3574 bindi 332 mönnum. Til samanburðar má geta þess, að 1939 voru 13537 lestrarsalsgestum léð 20185 bindi og að auk 7055 handrit að tölu, en í smálestrarstofu, sem sett hafði verið upp 1928 til þæginda mönnum, sem næði þurftu í fræðistarfsemi, voru að auk notuð handrit og prentaðar bækur af 70 manns. í þessum tölum eru ekki fólgnar bækur, sem geymdar eru í hillum á lestrarsal. Að öðru leyti skal vísað í ritaukaskrár safnsins, sem út eru komnar, síðast 1943 (prentuð 1944). I sömu heimildum má sjá, hversu notkun var E. Munksgaard
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Árbók Landsbókasafns Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands
https://timarit.is/publication/279

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.