Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1945, Side 74

Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1945, Side 74
74 PÁLL EGGERT ÓLASON Afhent bókagjöf frá Bandaríkjastjórn háttað eftir flokkum bókanna í deildum safnsins. Sú greining er þó ekki í ritauka- skráningu fyrr en hin síðari ár. Að handritum hefir safnið aukizt talsvert. Árið 1925 barst safninu að gjöf hand- ritasafn Sigmundar Matthíassonar Longs, sem lengi hafði átt heima vestan hafs. Var það 130 bindi og allmerkt, með því að þar er ýmislegt austfirzkt, einkum í kveðskap (frá 18. og 19. öld), sem ekki sést annarstaðar, og hefir Sigmundur einnig eftir föngum látið fylgja skrár og skýrslur um höfundana, notöndum til hagræðis. Um líkt leyti komu úr dánarbúi Dr. Þorvalds Thoroddsens handrit þau, sem hann hafði gefið. En að fæstum þeirra er mikið gagn, flest uppköst og prentsmiðjueintök að prent- uðum ritum sjálfs hans og eru því mestmegnis til minja um þenna stórvirka mann. Árið 1938 var keypt til landsbókasafnsins handritasafn Dr. Hannesar þjóðskjalavarð- ar Þorsteinssonar, en hann hafði arfleitt háskólann að því og mestum liluta eigna sinna. Kaupverð var 12500 kr. Safn þetta er 196 bindi, og er það einn hinn merkasti fengur, sem borizt hefir landsbókasafninu, einkum vegna fágætra ættfræðibóka, sem þar eru, margar eða flestar komnar úr eigu Jóns dómstjóra Péturssonar, í sumum miklir íaukar frá honum, Dr. Hannesi og jafnvel fleiri mönnum. Ýmsir aðrir menn hafa gefið fáein handrit og er nafna þeirra getið í ritaukaskránum jafnóðum. í þess-

x

Árbók Landsbókasafns Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands
https://timarit.is/publication/279

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.