Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1945, Side 91

Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1945, Side 91
Nýung í íslenzkri bókagerð Á árunum milli heimsstyrjaldanna voru nokkrar íslenzkar bækur ljósprentaðar í Þýzkalandi, þar á meðal þjóðsögur Jóns Árnasonar, sem gefnar voru út á vegum Sögufélagsins. Einnig voru endurprentað- ar með þeim hætti nokkrar kennslubækur o. fl. Árið 1933 hóf Ejnar Munksgaard, for- lagsbóksali í Kaupmannahöfn, útgáfu rit- safnsins Monumenta typographica Island- ica, en það eru ljósprentaðar útgáfur af gömlum íslenzkum hókum prentuðum. — Hafði hann gefið út fimm bindi, er styrj- öldin skall á: Nýja testamentið frá 1540, Passio Corvins frá 1559, Guðspjallabók 1562, Jónsbók 1578 og Vísnabók Guð- brands biskups frá 1612. Síðan hefur bætzt við 6. bindið: Gronlandia Arngríms lærða frá 1688. Hér á landi hefur eigi verið unnt að fá bækur ljósprentaðar fyrr en á allra síðustu árum. Það mun hafa verið árið 1938, að stofnað var til fyrirtækis í þessu skyni hér í Reykjavík og var það nefnt Lithoprent. Stofnendur voru Einar Þorgrímsson, núver- andi forstjóri og eigandi Lithoprents, og Guðmundur Jóhannsson prentari. Starf- semi þessi hófst í smáum stíl og með ó- fullnægjandi tækjum, en hefur smám sam- Einar Þorgrímsson er jæddur að Borgum í Nesj- um í Hornajir'Si 15. júní 1896. Voru joreldrar hans Þorgrímur lœknir Þórðarson, síðast í Kejla- víkLog kona hans, Jóhanna Knudsen. Hann dvaldist alllengi í Vesturheimi, en stojnaði Lithoprent skömmu ejtir heimltomu sína. an færzt í aukana og er nú löggilt iðngrein hér á landi. Hefur Lithoprent nú aflað sér góðra véla til þessarar starfsemi og eru þegar komnar út á vegum þess ljósprent- anir ýmissa merkra bóka og er frágangur allur hinn vandaðasti.

x

Árbók Landsbókasafns Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands
https://timarit.is/publication/279

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.