Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1979, Side 7

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1979, Side 7
ÁVARP 7 Það viðfangsefni að vefa þennan vefnað var falið einum mesta lista- manni Noregs á því sviði, Synn0ve Anker Aurdal. Hún segir sjálf um verk sitt, að hún hafi ekki sízt haft í huga leið skáldskaparins milli íslands og Noregs og sett sér að sýna ,,þau áhrif, sem þjóðirnar hafa haft hvor á aðra og orðið hafa báðum til uppörvunar“. Þess vegna eru ofnar inn í teppið tilvitnanir í hinar sameiginlegu bókmenntir. Synnöve Anker Aurdal hefur nefnt listaverk sitt „Rommet og ord- ene“ („Orðin og víðáttuna“) og kveðst hafa haft í huga hafið, hljóð þess, hreyfmgu og hrynjandi. En hafið er einmitt sú þjóðbraut, sem bindur þjóðirnar saman og forfeður vorir bárust eftir fram og aftur milli landanna. Teppið hefur verið til sýnis í Ósló, Þrándheimi og Björgvin, áður en það var sent hingað til Reykjavíkur. Allir, sem séð hafa teppið, hafa hrifizt af boðskap þess og gerð. Eg get ekki stillt mig um að vitna til kafla úr hinurn sameiginlegu bókmenntum, til hinna svonefndu Griðamála, sem óvinir mæltu fram, þegar þeir tókust í hendur til friðar og sátta. Griðamál eru einungis varðveitt heil í íslenzkum ritum. - En upp- hafið er í Gulaþingslögum. Þegar ég nú við þetta tækifæri rifja upp þessa lagaþulu, er það ekki sökum þess, að þjóðir vorar hafi nokkru sinni verið óvinir, heldur vegna þess, að ég þekki engan kveðskap - og þetta er kveðskapur-, er betur lýsir tilfinningu fyrir hinni miklu víðáttu, hinu óendanlega. I Griðamálum segir, að sá er gengur á görvar sáttir eða vegur á veittar tryggðir, skuli „svá víða vargr rækr ok rekinn sem . . . eldr upp brennr, jörð grær, mögr móður kallar ok móðir mög fæðir, aldir elda kynda, skip skríðr, skildir blíkja, sól skínn, snæ leggr, Fiðr skríðr, fura vex, valr flýgr várlangan dag, stendr honum byrr beinn undir báða vængi, himinn hverfr, heimr er byggðr, vindr þýtr, vötn til sævar falla, karlar korni sá.“ í fullvissu þess, að grið og friður verði aldrei rofin milli þjóða vorra, afhendi ég nú í nafni Norska stórþingsins listaverk þetta, „Orðin og víðáttuna“, Birgi Thorlacius ráðuneytisstjóra, er veitir því viðtöku fyrir hönd Ragnars Arnalds menntamálaráðherra. Ég sæti jafnframt færi og óska yður gæfu og gengis við smíði Þjóð- arbókhlöðu, þar sem listaverki þessu er ætlaður veglegur staður. Finnbogi Guðmundsson þýddi.

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.